24 April 2012

Fail

Hef ákveðið að bæta við einum lið hérna á blogginu þar sem e-ð sem ég sé á förnum vegi hefur "gone wrong".

Eins og miðlar Íslands eru orðnir í dag, er auðveldara að taka eftir stafsetningar- eða innsláttarvillu en að syngja stafrófið. Ég hata þessar tegundir villa og fæ grænar bólur í kjölfarið.

Er ég ein um þetta?


Auglýsing í Fréttablaðinu. Í hvernig umhverfi á tilvonandi starfsmaður að vilja starfa í? 

Menntanaðrfullu?

Úff...

ER

p.s. Ráðgjafafyrirtæki er eitt orð!
p.p.s. Já, ég er ótrúlega kröfuhörð á skrifað mál.
p.p.p.s. Já, ég sletti dálítið enskunni. Vinn í þessu.

6 comments:

Anonymous said...

jæks!

-Sólveig
soskars.123.is

tinna rún said...

Haha nei þú ert ekki ein um þetta!:)

Momsa said...

Það er margt líkt með skyldum ;-) Kveðja, þjáningarsystir/móðir

Momsa said...

Nýasta tilboðsblaðið



BAUHAUS opnar bráðum. Tekið beint af síðunni þeirra :-(

Nýasta tilboðsblaðið
SMELLTU HÉR til að lesa tilboðsblað þessarar viku í fullri upplausn
Gyldir frá 15.04.2012 - 21.04.2012

eva said...

ég er svo sammála þér með þetta. Hvað varð eiginlega um að prófarkalesa hlutina aðeins áður en þeim er hent á netið?

EddaRósSkúla said...

Já þetta er mjög slæm þróun!

En Eva, netmiðlunum er svo mikið í mun að koma fréttunum fyrst á SINN netmiðil að allt svona gleymist. Pff!