21 December 2011

Tíu Dropar

Einn kosturinn við að vera (loksins) í alvöru jólafríi er að ég hef tíma til að hitta mína elskulegu vini sem ég hef ekki séð í langan tíma. Það er svo kósý að taka rölt niður Laugaveginn og setjast inn á kaffihús með heitt súkkulaði og detta í heljarinnar spjall um daginn og veginn. Hitti t.d. hana Lilju dúllu í gær og Birnu í dag. Svo þarf ég að plana fleiri kaffihúsadeit á næstunni með fleiri ljúflingum - þið vitið hver þið eruð!Lilja Guðný með einhvers konar geislabaug skv. myndinni...og auðvitað í alvöru líka.

Mikið er ég þakklát fyrir alla mína yndislegu vini 

Edda Rós 


No comments: