21 December 2011

Google it!

Síðan ég byrjaði með nýju síðuna hef ég lagt litla áherslu á texta og meiri áherslu á myndir. Persónulega finnst mér skemmtilegra að skoða blogg sem hafa frekar að geyma myndir heldur en eitthvað langt og þurrt röfl um hluti sem skipta ekki máli. Ekki misskilja mig, mörg þeirra hafa að sjálfsögðu að geyma langt og þurrt röfl sem skiptir hellings máli. Capiche?

Í þetta skiptið ætla ég hins vegar að láta ljós mitt skína í textaskrifum og vona að þið hafið orku og nennu í að lesa. Here it goes...

Ég á einstaklega erfitt með að taka ákvarðanir...eða við skulum orða þetta aðeins öðruvísi. Ég á einstaklega erfitt með að taka réttar ákvarðanir. Veit ekki hvað það er en ef ég horfi til baka finnst mér líklegt að þarna spili einhver fljótfærni inn í. Það kemur upp eitthvað mál sem ég þarf að taka ákvörðun um. Vanalega er ég ekki lengi að hugsa og ákveð þann kost sem poppar fyrst upp í hugann. Tek bara dæmi þegar ég bjó í Svíþjóð og ákvað árið 2008 að flytja heim... til að fara í viðskiptafræði í Háskólanum. Eitthvað sem ég tók sérstaklega fram 2 árum áður að ég myndi aldrei gera. Virtist bara sniðug hugmynd at the time. Var aldrei 100% ánægð en ákvað þó að þrjóskast í gegnum þetta því það er jú ekkert svo slæmt að geta kallað sig viðskiptafræðing eftir 3 ár í námi, ekki satt? Ég er eiginlega fyrst núna að sætta mig við að hafa tekið þessa ákvörðun en lýg því ekki að ég hugsa oft til þess ef ég hefði farið einhverja aðra leið, hvar væri ég þá í dag?

Sumar ákvarðanir eru til hins betra, aðrar til hins verra. Þegar við ákveðum eitthvað reynum við samt oftast að sjá fyrir okkur hverjar afleiðingarnar verða. Eða flestir allavega...
Þetta er kannski eitthvað sem ég ætti að tileinka mér.

Þið kannist öll við Google? Gæinn sem er með allt á hreinu, þið vitið? Hann getur til að mynda svarað þér:


Þarfaþing á hverju heimili. Sérstaklega á Eurovision tímabilinu.


Hver kannast ekki við að hafa þurft að fletta þessu upp?!


Geri ráð fyrir að margir hverjir okkar „heimsfrægu“ Íslendinga hafa gluggað í þennan.


Eitthvað sem ég spyr Google að á hverju kvöldi. Hann hefur ekki enn gefið mér rétt svar...


Sem sagt, Google veit allt milli himins og jarðar. Spurning afhverju síðan var ekki látin heita God (Guð), þar sem fyrirtækið er amerískt og Ameríkanar standa fastir á þeirri skoðun að God knows the answers to everything. Jæja, svo er það nú ekki samt (ég ætti kannski að stinga upp á þessari hugmynd?). Ég ákvað því að sjálfsögðu að spurja Go(d)ogle hvernig ég ætti að fara að því að taka réttar ákvarðanir.


Að sjálfsögðu var hann með þetta á hreinu - en ekki hvað!

Ákvarðanataka felst sem sagt í því að:

 1. Útbúa lista yfir kosti og galla hverrar ákvörðunar.
2. Fara yfir og skilgreina afleiðingar hverrar ákvörðunar, hvað sé líklegt að muni gerast o.s.frv.
3. Spurja 5 sinnum afhverju eitthvað hafi farið úrskeiðis (wtf).
4. Fylgja innsæi þínu.
5. Hafa það ávallt í huga að valið er þitt, en ekki einhvers annars.

Þarna sjáið þið að ákvarðanataka er ekki as simple as one two three, heldur as simple as one two three four five. Frábært!

Nú get ég slakað á og tekið réttar ákvarðanir...alltaf!

Takk Google (hvar varstu samt þegar ég þurfti á þér að halda?).

Edda Rós

No comments: