02 December 2011

These boots are made for walking, and that's just what they'll do...

Eins mikið og ég elska fallega skó, þá þykir mér einstaklega gaman að skoða ljóta og óskiljanlega skóhönnun og skó sem eiga sér lítinn sem engan tilverurétt. Ég datt inn á vefverslun um daginn sem selur skó. Það voru ekkert bara einhverjir skór, heldur mest megnis Jeffrey Campbell og önnur ágætis merki. 

Margir skórnir komu mér virkilega til að hlæja af ljótleika og fáránleika. Ég hef því ákveðið að deila nokkrum af þessum skópörum með ykkur af og til og kalla fyrsta collectionið: Ugly Shoes Volume I.

Kannski er ég bara svona hryllilega þröngsýn þegar kemur að framúrstefnulegri skóhönnun en í mínum augum er ekkert whatsoever framúrstefnulegt við þessi ógeðis skópör. Greyin, ég vorkenni þeim hálfpartinn fyrir að vera til!

Jæja here we go...


Hæ, ég er skriðdreki....loðinn skriðdreki.


Orð óþörf...


Ég hef aldrei verið hrifin af Lita skónum eftir hann JC eins og annar hver tískubloggari hefur fjárfest í (finnst hlutföllin bara ekki meika neinn sens, afsakið mig) en þessi elska sá sig knúinn til að pimpa þá aðeins upp og gera þá enn ljótari. Mission accomplished!
 Þetta minnir mig á sófasett í húsgagnabúð. Sófasett sem er búið að standa í búðinni frá upphafi og enginn vill eignast. Skór: Get the point!


Hér með lýkur fyrsta settinu af ljótum skóm, more to come á næstu vikum.

ERST

1 comment: