18 May 2012

Helgarskemmtun

Svona eyddi ég föstudagsmorgninum mínum...
...Jaxlataka takk fyrir.
Jess!
Maturinn minn næstu daga. Mér sem er mjög illa við verkjalyf...

Jahá, eftir að hafa frestað þessari aðgerð ca. 8 sinnum ákvað ég að drífa þetta bara af. Til hvers erum við samt með endajaxla ef flestir þurfa að láta taka þá?

Hann Júlíus og aðstoðarkona hans voru ekkert nema faglegir snillingar. Ég var orðin svo stressuð fyrir þessu en þetta var svo pínulítið mál eftir allt saman. Fann ekkert til og var með bros á vör (miðað við hversu mikið það er hægt með opinn munn) allan tímann. Svo þakkaði ég honum í gríð og erg fyrir að hafa gert þetta svona snilldarlega haha! Sögurnar sem ég er búin að heyra af svona aðgerðum eru því ekki sannar, þið hin sem þorið ekki að fara! Drífa sig í stólinn.

Dagarnir eftir aðgerð eiga samt að vera allt annað en himnasæla og ég er aðeins farin að kíkja þangað núna...en fyrir mig sem tekur aldrei verkjalyf eru 1 íbúfen og 2 paratabs alveg að gera góða hluti.

Ji, ég er svo ánægð með þetta allt saman!

Góða helgi yndin mín, 

kv.
Pollýanna!

No comments: