10 May 2012

Í vel lyktandi og mjúku skinni finnst mér best að vera

Hey kids, ef þið eigið leið í búð sem selur Australian Gold vörurnar þá mæli ég 100% með þessu rakakremi frá þeim:


Ég féll í yfirlið af þessari yndislegu lykt og var í sæluvímu það sem eftir lifði dags. Ég er fanatic á góðar lyktir og ég er að segja ykkur það, ég er viss um að himnaríki lykti svona. Bíð spennt þar til ég get farið inn á Google Smell og flett upp hinum ýmsu lyktum. Þetta hljómar eitthvað perralega...
...anywho, tékkið á þessu!

Græðgin í mér sætti sig náttúrulega ekki við einn brúsa heldur varð ég að prófa upgrade-uðu týpuna, sem er með smá brúnku í, svipað og Dove og Jergens og þessi krem. Þessi týpa lítur svona út:


Lyktin er mjög góð (ekki þó eins góð og af venjulega body-lotioninu) en ég sá lítinn árangur á húðlitnum. Kannski þarf ég að skoða þetta eitthvað betur.

Efast um að Australian Gold fáist á Íslandi, það væri þá aðallega sólarvörnin held ég. En ef þið eigið séns á að nálgast þetta í útlandinu, go for it!

Það er jú fátt betra en að lykta vel!

ER

2 comments:

ester said...

.. oh lord nú get ég ekki beðið eftir að sniffa af þessu. P.s. Amazon var að banka, ég hló smá.

Anonymous said...

djuuuuurggeeensss klikkar seint!

kv. le Sillysticks