13 May 2012

Malla Johansen

Þetta finnst mér skemmtileg viðbót við fatahönnunarflóru landsins. Gleður mig líka mikið að þær nota gæðaefni í hönnun sína, þar sem ég hef ekki orðið vör við það hjá öllum íslenskum hönnuðum. Silki og leður í aðalhlutverki - gerist það betra? Það er ákveðinn rómantískur keimur með töffaraskapnum í leðrinu.



Mjög hrifin af þessari jakkakápu.



Elska þessar buxur!

Miðað við fyrstu lookbókina finnst mér þetta lofa góðu. Elegant og fágað. Heyrði að sumir væru ekki sáttir með allan þennan svarta lit, en þvert á móti tek ég honum fagnandi. Svartur segir ekkert annað en elegance og klassi (að mér finnst og greinilega fleirum).
(Myndir fengnar að láni á heimasíðu Malla Johansen, hér)

Bíð spennt eftir what's to come!

Vel gert!

ER


2 comments:

ester said...

gaman að sjá svona mikinn metnað hjá íslensku fyrirtæki.. er strax spennt að sjá næstu línu.

Irmý said...

sammála með jakkakápuna -- ótrúlega falleg!