29 June 2012

Dekurdagur grillanna

Ókei halló halló og gleðileg jól! Það er allt steindautt á þessari síðu. Í gær lofaði ég nýju bloggi og í dag ákvað ég að gera það líka, ég þekki það sjálf hvað er gaman að taka netrúnt við ritgerðarskrif (baráttukveðjur til þín Ester!).

Það er bara fjandi erfitt að eyða tíma í að blogga í svona góðu veðri - og ég veit að margir bloggarar eru sammála mér í þessu, þar sem það liggur allt niðri.

En allavega nú skal ég hætt að koma með e-r skítaafsakanir og drífa þetta í gang, er það ekki? Ég á allavega nóg af myndum á símanum sem ég get hent hingað inn.

Byrjum á dekurdegi okkar grilla. Í stað þess að gefa hvorri annarri jólagjafir förum við frekar í kósý nudd. Eins og þið vitið kannski voru jólin fyrir um hálfu ári síðan og því kominn tími á jólagjöfina sjálfa. Fórum í heilnudd í Mecca Spa og það var æðislegt! Mæli 100% með þessu og að kíkja í pottinn eftir á og smá afslöppun.

Tilhlökkun

Þorði ekki að taka betri mynd þar sem það var fólk í heljarinnar afslöppun þarna innar.

Jæja, I'm back!

ER

2 comments:

Valgerður said...

svo nææs!!
indverski nuddarinn biður að heilsa ;)

ester said...

.. haha já, það er glatað að vera að skrifa ritgerð yfir sumarið þegar allir eru í bloggfríi.