17 July 2012

Brúðkaupskjólapælingar

Nei, þið lásuð mjög líklega ekki rétt. Fyrirsögnin sagði brúðkaupskjólapælingar en ekki brúðarkjólapælingar. See what I did there?

Ég fer í eitt og hálft brúðkaup í sumar. Þetta heila er hjá frænku minni og er 18. ágúst. Get ekki beðið þar sem ég hef ekki farið í brúðkaup í mörg ár og loksins fer ég í brúðkaup hjá e-m nákomnum. Hálfa brúðkaupið er „hálft“ þar sem ég og Valgerður erum einungis að spila í kirkjunni.

Þá er spurningin, what to wear? Er það ekki alltaf spurning?

Fer til Seattle í lok júlí þannig ég vonast til að H&M bjóði mér upp á einhvern fallegan kjól á góðu verði. Ef ekki, þá er netið jú alltaf til staðar. Er svo skotin í djúpbláum og konungsbláum þessa dagana.Skotin í þessum, sérstaklega þessum efri. Langar svo að vera í maxi kjól...eða midi, það getur líka komið vel út með réttum skóm!

ER

2 comments:

Anonymous said...

Er neðri ekki syndsamlega stuttur í brúðkaup...?

EddaRósSkúla said...

Það fer nú dálítið eftir þykktinni á sokkabuxum. En fyrir þær sem líður vel berleggja á Íslandi, þá jú.