23 August 2012

...and I'm back in the game!

Nú fara bloggsíðurnar að hrynja í gang-og þar á meðal mín. Fólk tekur fram skólatöskurnar, umferðin þyngist um nokkur kíló og það er ekki þverfótað fyrir fartölvutilboðum. Þetta þýðir bara eitt...sumarið er á enda.

Ég á mjög erfitt með að trúa þeirri staðreynd. Sumarið 2012 var alltof fljótt að líða! Þrátt fyrir það átti ég frábært sumar, gerði fullt af skemmtilegum hlutum, tók þrennuna heilögu (útlönd-útilega-sumarbústaður), kynntist yndislegu fólki og fékk sólina oft í heimsókn. Mér finnst þó vanta einn mánuð af sumri í viðbót, held að iCal sé nú eitthvað að klikka og þeir séu mánuði á undan...?

Nei, ókei ég skal sætta mig við þetta. Haustið hefur líka sinn sjarma. Þá kemst allt í rútínu, fólk verður skynsamara og ég tala nú ekki um haustkvöldin, þau eru best! 

Ég þarf aðeins að dusta rykið af pennanum og verð komin á fullt áður en þið vitið af.

Í kvöld ætlaði ég hins vegar bara að segja ykkur frá fallegri borg í Ástralíu. Eins og mörg ykkar vitið, hefur vinnan mín í sumar snúist um að hafa samskipti við útlendinga. Það eru oft miklir snillingar þar á ferð sem hafa frá e-u skemmtilegu að segja og í dag spjallaði ég við eldri konu frá Ástralíu. Ég hef alltaf verið mjög heilluð af Eyjaálfunni og skal dag einn koma mér þangað. Hún býr í Gold Coast sem er borg í Queensland fylki. Þekktust fyrir ströndina/strendurnar en fjöllin eiga víst að vera mikið augnakonfekt.

Ástralía er ekki bara Sydney...

Þetta virðist bara nokkuð fallegur staður!

ER

No comments: