12 February 2013

Being busy keeps me happy

Jävla skit!

Nei djók, ég blóta ekki. Eða þið vitið, eiginlega ekki. Svona svipað og ég blogga bara eiginlega ekki. Hvað er það? Af hverju dett ég bara einn daginn úr blogggír og annan daginn kemst ég í þann fimmta?

Það er hellingur að gerast, ég er að taka einn áfanga í HR með vinnunni og þarf að gera skilaverkefni í hverri einustu viku, ágætis skuldbinding. Þarf þennan áfanga í mastersnám, allavega í CBS og því er nú eins gott að gefa sér spark í rassinn og drífa þetta af!

Eeen...gefur maður sér ekki alltaf tíma í að skoða fallega hluti? Mig langar svo rosalega í Michael Kors úr og er búin að íhuga þetta í ár. 1 ár er langur tími og mér finnst það nóg til þess að ég sé búin að gera upp hug minn um að núna skuli fjárfesta í einu slíku. En það er meira en að segja það að velja týpu.


Ég held mér finnist númer 4 og 5 flottust en fyrir 10 mínútum voru það önnur sem voru efst á listanum.

1. heims vandamál, svo sannarlega.

ER út (en ekki eins lengi úti og seinast)

7 comments:

Momsa said...

Smekkleg eins og alltaf :-) En áttu ekki afmæli bráðum? Er ekki hægt að hefja söfnun fyrir einu MK úri? :-))

ester said...

.. and she's back in the game! Fjúff eins gott líka.. ég held að allt rímið á Royal Mile sé búið. Ég segi úr 1 eða 5, en þau eru öll falleg!

xx

Hafdís said...

Mjög gott 1.heims vandamál!
Ég myndi vel nr 1 eða 5! Virkilega falleg úr.

Anonymous said...

Nr. 1 og nr. 5 :-)

Anonymous said...

Nr 1!! :)

Thelma Hrund said...

Eitt eða fimm (eins og allir hinir greinilega).
Mig dreymir um eitt úr rose gulli :)

Lena said...

Klárlega nr.1!