21 February 2013

Þroskaðir bragðlaukar

Hæ. 

Eru bragðlaukarnir ykkar orðnir fullþroskaðir?

Hvers lags eiginlega spurning er þetta, hugsiði með ykkur. Málið er að mér var einu sinni sagt að bragðlaukar ná fullþroska þegar þér er farið að finnast rauðvín gott og ólívur góðar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Markmið mitt í lífinu var að sjálfsögðu að einbeita mér að bragðlaukunum svo þeir myndu þroskast í takt við mig (eeh) og svei mér þá, Mission Accomplished!

Smakkaði ólívur úti í Edinborg á La Tasca (uppáhalds Tapas staðnum mínum) og svo hentum við í rosalegt combó á gamlárs, grænar ólívur og bjór. Hold your horses! Stelpan sem drekkur ekki bjór og borðar ekki ólívur. ÚTLÖND HVAÐ GERIÐI MÉR!

Sem sagt, endilega prófiði grænar ólívur og bjór. Það er hið mesta lostæti!


ER

3 comments:

ester said...

og hvað með brennivínið? ;)

EddaRósSkúla said...

Tested-not liked haha!

Anonymous said...

Ég lærði að borða ólívur í október 2011 og það gerðist líka í útlöndum :) Þetta er svo syndsamlega gott combo!! -Irmý