28 December 2011

Gjafajól

Ég fékk svo ótrúlega margar og fallegar gjafir um jólin. Þær voru reyndar flestar eitthvað sem ég get notað þegar ég loksins fer að búa (e-r sem vill leigja mér íbúð í Rvk?), veit ekki hvort þetta var e-ð hint frá mínum nánustu en engar áhyggjur, þetta fer að gerast. Ég er allavega komin með nóg í búið býst ég við...

Það er oft þannig að fólk fari að safna einhverju þegar það byrjar að búa og hvað dettur ykkur helst í hug? -Jú, örugglega Ritzenhoff glösin. Nei, þeim ætla ég ekki að safna (og afþakka hér með Ritzenhoff glös til eilífðar) en annað sem vekur áhuga minn...

...Rosendahl. Dönsk snilldarhönnun.




Svo get ég ekki annað en sýnt ykkur bók sem ég fékk m.a. frá Ragnari og Ester...ég hló mikið í tilefni fyrra bloggs. Þau eru greinilega með puttann á púlsinum þessi!


Haha nú þarf ég ekki Google til að hjálpa mér, vandamál leyst.

ERST

No comments: