Skrapp í IKEA í dag og innréttaði tilvonandi íbúð í huganum. Ég held þetta sé pretty much komið bara, vantar sófa, sófaborð og e-ð smotterí annað. Elska þessa sænsku snilld (nei ég er ekki á % frá þeim, ekki enn...). Keypti sitt lítið af hverju og meðal annars þetta hér að neðan. Ég er kertasjúk og hefði vel getað keypt mér nokkur sett af kertastjökum í búðinni...en ég ætla bíða með það svo ég enda ekki með kertaskraut sem passar svo ekkert við allt hitt innbúið.
Svartur bakki á 795 kr.
Kerti á 295 kr.
Svartir leirsteinar á 295 kr. held ég
Kertakósý undir 1500 kr. Það er ekki dýrt að gera huggulegt hjá sér í IKEA.
(Ekki enn á %...)
Update: Kertin kosta víst 1290 kr. og kertakósýið því orðið aðeins dýrara. Samt sem áður þess virði!
Edda Rós kertasjúka