Showing posts with label design. Show all posts
Showing posts with label design. Show all posts

04 September 2012

I'm dreaming of...

Mig dreymir um Eiffel stóla eftir þau Eames hjón. Þá er hægt að fá í öllum regnbogans litum og bæði með stál- eða tréfótum.

Byrjuð að safna...Eitt stk. kostar ekki nema ca $350 sem gera 43.000 krónur. Svo margföldum við þá tölu með 6 (fjöldi stóla þið vitið) og þá væru þetta stólar fyrir 258.000 krónur. Takk fyrir pent, gjöf en ekki gjald.

Aldrei að vita nema maður vinni í lottó einn daginn!







Er Víkingalottó ekki á miðvikudögum?

ER

15 July 2012

Time flies when you're having fun

Sumarið líður bara alltof hratt, ég er búin að sannfærast um það. Hvað ætla ég að gera í haust?
Góð spurning. Ég er enn að reyna malla eitthvað gott svar við þeirri spurningu.

En yfir í annað og mun áhugaverðara, viljiði sjá þennan ótrúlega fallega stiga. Whazzaaaap!




Toorak House eftir Robert Mills architects. Sumir gera hlutina bara einfaldlega rétt.

ER

30 May 2012

Think outside of the box

Eins og þið öll vitið sem þekkið mig gleður fátt meira en falleg hús og falleg hönnun. Vanalega er ég ekki mjög hrifin af hönnun/arkitektúr þar sem hönnuðurinn/arkitektinn hefur dottið í einhvern flippgír en það er eitthvað við þetta hús sem lætur vorlaukana blómstra og sólina skína.

Þessi hugmynd er brilliant og ég gæfi mikið fyrir að fá að kíkja einn hring. Það er ekki nóg með útlitið, heldur er húsið staðsett á einni eyju Bermúda. Uuu jájá ég skal kíkja!

Bernardo Rodrigues, þú ert snillingur. Takk fyrir að hafa skemmtilegt hugmyndaflug. Þú býður mér kannski með næst!




Myndir fengnar í óleyfi frá Dezeen

Þetta er kannski ekkert alveg praktískasta hönnunin í bransanum en hlutirnir mega líka vera skemmtilegir stundum.

P.s. mig langar 2x í viku að fara læra arkitektúr............en er það nóg?

ER

14 May 2012

Vogue í nýju ljósi

Tímaeyðsla og dund par exellans!

Inge Jacobsen er nú meiri snillingurinn. Man hvað ég elskaði að gera krosssaum í grunnskóla. Kannski ég ætti að rifja upp fingrafimina?




Talandi um snilling!

Hvað segiði, eruð þið nokkuð óþolinmóð?

ER

19 January 2012

Light bulbs keep falling on my head

Um daginn var ég að reyna gefa misgagnlegar og gáfulegar ráðleggingar um val á lýsingu. Rússaperurnar góðu bárust í tal og ég get sagt ykkur það, að þess konar lýsing er alls ekkert af hinu slæma, ef rétt er farið með þær.

Hér eru myndir, máli mínu til stuðnings:




Þetta finnst mér ótrúlega smart ljós, veit ekki með inní svefnherbergi samt en allavega í stofunni/borðstofunni/sjónvarpsholinu.


Hrikalega töff í tölvuherbergið!


Krúttlegt...


Passar vel á skrifstofuna. ATH sjáiði einnig lampana við rauða sófann (Table Gun Lamp)? Philippe Starck snillingur!


Fallegt yfir langborði eða skenk.


Svo er auðvitað hægt að „quick-fixa“ þetta með því að skella bara límmiða í loftið. Hræðilega ljótt verð ég að segja...

Edda Rós rússapera

15 January 2012

A heart you wouldn't want to break...

Ég heillast mikið af hönnun sem fær innblástur sinn úr mannslíkamanum. Nýjasta nýtt er vasinn „Ventricle Vessel“ eftir Eva Milinkovic. Líffærið hjartað er kannski ekki eitthvað sem mörgum finnst fallegt í laginu (og kjósa heldur hið symbolíska hjarta  sem mér finnst persónulega of einfalt og týpískt) en það er eitthvað sjarmerandi við þennan blóðpumpandi vöðva sem ég get ekki útskýrt.

Þess vegna þætti mér afar fallegt að hafa eitt stykki svona vasa á mínu heimili (þó svo ég myndi ekkert endilega troða blómum í hann, hann er nógu fallegur einn og sér).


Ventricle Vessel - Eva Milinkovic

Hér fyrir neðan er svo önnur útgáfa af hjartalaga vasa sem mér finnst þó ekki eins falleg.


Flower Pump Heart Shaped Vase - Veneridesign Studio

Hver þarf blóm þegar hann á svona vasa?

ERST