Í dag endurheimti ég aftur foreldrana og ömmu frá Edinborg þar sem þau voru í heimsókn hjá Ragnari bró og Ester mágkonu.
Þá hendir maður í eina Döðlubombu ekki satt? Eða Datebomb ef við viljum ameríkanisera kökuna, ho ho!
Vissuð þið að það er hrikalega góð lykt af soðnum döðlum?
Deigið ready!
...og kakan að lokum. Eins og ég hef áður sagt þá er ég ekkert alveg sú myndarlegasta í eldhúsinu og muniði krakkar mínir að útlitið er ekki allt (því kakan bragðaðist svakalega vel þó ég segi sjálf frá og þó hún líti út fyrir að hafa semi lent í hvirfilbyl).
Le chef með svuntu og allt (og bólgan eftir jaxlatökuna búin að minnka helling). Hæ!
ER
P.s. Þar sem þetta er ekki matarblogg þá ákvað ég að sleppa öllum slaufum og dúlleríi við myndirnar, ókei? Bæ.