Showing posts with label running. Show all posts
Showing posts with label running. Show all posts

02 July 2012

New and improved!

Ég er að spá í að gerast gagnrýnandi á hlaupa "öpp" í símann. Grín.

Var að ná í nýtt sem heitir Nike + Running. Prófaði það í kvöld og náði 6,3 km! Hvort það hafi verið appið sjálft, góða skapið, veðrið eða líkamlegt ástand get ég lítið sagt til um, en það kemur ekkert annað til greina en að ég haldi áfram að nota þetta upp í 10 kílómetrana...og svo 21 km...og...nei nú segi ég stopp.

Ég er svo hrikalega ánægð, loksins loksins. Stelpan sem hataði að hlaupa og varð móð upp eina brekku. Þetta er víst hægt eftir allt saman.

Það hefur farið eitthvað lítið fyrir update-i á couch to 10 k appinu sem ég var að nota, en ég tek það með inn á milli. Þar hleypur maður og labbar til skiptis en svo er gott að fara út bara til að hlaupa.

Hvaða tíma dags finnst ykkur best að fara í skokk/hlaup?


ER

23 April 2012

Inspiración

Þegar maður dettur í eitthvað væl, þá er ágætt að kíkja á myndir af fólki sem virðist aldrei væla og virðist alltaf nenna í ræktina. Það finnst mér allavega. 

Metabolic er komið á fullt og ef þið viljið kynna ykkur þetta þá getið þið gert það hér. Snilldaræfingaprógram hannað af Helga Jónasi körfuboltaþjálfara Grindavíkur. Eitthvað sem er mjög fjölbreytt og lætur mig alltaf nenna. Hlaupið hefur reyndar aðeins setið á hakanum en ég er viss um að metabolic þjálfunin komi til með að gera hlaupið auðveldara og hraðara. Win-win!







Spurning að fara bara út að hlaupa eftir að hafa skoðað þessar myndir.

Nei, bara pæling.

ER

15 April 2012

Sunday Runday

Loksins ákvað sólin að láta sjá sig - mér og eflaust fleirum til mikillar gleði.

Eftir að hafa tekið powernap úti á palli (no joke) þá skellti ég mér í smá skemmtiskokk.


Derhúfan komin á...


Þessi gula kíkti í heimsókn!


Nágrannakisan lagði sig hjá okkur í allan dag...í hinum ýmsu stellingum.


Haha!

Góð helgi að baki.

ER

12 April 2012

Week 4 and 5-Days number 1

Það er smá búið að vera ýta á eftir mér með að henda inn gengi mínu í 10 km hlaupinu...eða allavega leiðina að 10 kílómetrunum. Ég er langt í frá hætt að hlaupa en tók þessa ágætu pásu þegar ég var úti.

Nú er ég byrjuð á 5. viku og hlutirnir ganga...hægt, en þeir ganga. Ákvað að skrá mig á Metabolic námskeið sem byrjaði í gær og ég er viss um að það komi til með að hjálpa hlaupunum helling. Aukinn styrkur, aukið þol og aukið heilbrigði. Win-Win!

Sem sagt, 1. dagur í viku 4 hljómar svo:
5 mín upphitun - 3 mín hlaup og 2 mín labb - 4 mín hlaup og 3 mín labb - 3 mín hlaup og 2 mín labb - 5 mín cool down.

1. dagur í viku 5 var svo svona:
5 mín upphitun - 5 mín hlaup og 3 mín labb - 6 mín hlaup og 3 mín labb - 5 mín hlaup - 5 mín cool down.

Nú fara hlutirnir að gerast get ég sagt ykkur!

-reasonstobefit-

Ég er ekki alveg búin að vera henda inn áhugaverðustu bloggunum undanfarið en ég lofa ykkur því að það fer að breytast. Bara mikið í gangi og heilinn minn er að brainstorma um svo marga hluti, þyrfti kannski að henda því bara í eina færslu!

Pís out homies!

ER

29 March 2012

Í Ameríku...

...elska ég að kaupa föt í hlaupin, ræktina eða dansinn.

Það er bara svo miklu skemmtilegra að hreyfa sig þegar maður er í einhverju nýju. Er ég ein um það?


Ein svona kóngablá. Myndin gefur litnum ekki justice samt...


Kuldaskræfan ég get ekki farið út að hlaupa án þess að hafa hanska. Ég var búin að nota mína góðu í 3 ár, búin að stoppa í þá og sauma fyrir göt þar sem puttarnir voru farnir að gægjast út. Ákvað að splæsa í þessa ótrúlega þægilegu og þunnu vettlinga. Henta vel í öllum veðrum nema kannski glampandi sól (ehh Ísland?)


Það er meira segja hólf fyrir húslykilinn...ekki það að ég myndi treysta einhverri lítilli rifu fyrir lyklinum eeenn, góð hugmynd samt sem áður!

Hendi svo af og til inn myndum af e-u sem ég keypti úti...

ERST

29 February 2012

Week 2-Day 1


Önnur vika hafin í hlaupinu og fyrsti dagur þessarar viku byrjaði á:

 5 mín upphitun
svo
18 mín æfing sem skiptist í 1,5 mín hlaup og 2 mín labb (4 sinnum) og svo 1 mín hlaup og 1 mín labb (2 sinnum)
svo
5 mín labb í lokin og teygjur.

Langar ekki einhvern að byrja?

ER

24 February 2012

Runnin' in the rain

Komst að því í gær að mig sárvantar hlaupajakka sem er 100% vatnsheldur. Mínir eru semi-vatnsheldir...eða eiga allavega að vera það. Held það sé lygi. Varð allavega rennvot eftir hlaup gærdagsins og með hroll það sem eftir lifði dagsins - brr!

Þessir mættu svo sem kíkja til mín. Tékka á þeim í USA eftir 2 vikur whoop whoop!
Styttist í þetta...




Æ ég veit ekki hvort ég sé þessi litaglaða týpa. Finnst þessi svarti fallegur og klassískur en ef ég ákveð að lita mig aðeins upp þá yrði þessi rauði fyrir valinu.

ERST

22 February 2012

From couch to 10K

Nýjasta appið í símanum mínum kemur vonandi til með að vekja mikla lukku.

Þekki engan sem hefur prófað þetta þannig ég ætla að taka að mér að vera tilraunadýr.
Þetta á sem sagt að þjálfa þig upp í að geta hlaupið 10 km án vandræða. Það besta er að það geta allir nýtt sér þetta, sama hvort þeir eru byrjendur eða ekki.


$2.99 fyrir 10 km?
Gjöf en ekki gjald!

3 dagar á viku í 14 vikur, spurning hvort þolinmæðin mín höndli það.

Let's do this!

UPDATE: Week 1-Day1. Fyrsta æfingin var mjög basic og ætti að vera fín fyrir byrjendur. Hún samanstendur af 5 mínútna upphitun (rösk ganga), 15 mínútna hlaupi og labbi til skiptis (1 mín hlaup og 1,5 mín labb) og að lokum fara 5 mínútur í að kæla sig niður (með röskri göngu) og teygjur. Nice and easy.
Hef ákveðið að vera með update í hverri viku, en bara fyrsta æfingadaginn (þeir eru 3 á viku) til að leyfa ykkur að fylgjast með og vonandi hvetja e-n þarna úti!