Showing posts with label criticism. Show all posts
Showing posts with label criticism. Show all posts

29 February 2012

Ofmetin tíska

Það er ótrúlegt hvað frægt fólk getur náð miklum árangri í að auglýsa vörur/flíkur óbeint. 
Beyoncé ákvað að klæðast strigaskóm í myndbandinu sínu Love on Top. Gott og blessað!
Í ljós kom að þetta voru engir venjulegir strigaskór. Þeir eru hannaðir af Isabel Marant og eru með innbygðum háum hæl. 

Ekkert svo slæm hugmynd út af fyrir sig en guð minn almáttugur hvað það er búið að hype-a þessa skó!
Persónulega finnst mér þeir langt frá því að vera fallegir. Minna mig á geimskó og ég hugsa um moonboots þegar ég sé þá. 

Kannski er þetta bara eins og með annað sem kemur í tísku, eins og Jeffrey Campbell Lita skóna. Annað eins hafði ég ekki séð fyrst um sinn, en í dag hef ég vanist þeim betur. 

Ætli ég venjist þessum geimskutlum?





Svei mér þá, ég held bara ekki. Huge tunga, franskur rennilás og eitthvað sportlúkk sem mér líkar ekki nógu vel við.

Þeir seljast samt eins og heitar lummur!



13 February 2012

Klæðnaður á krakki

Ég sé mér ekki annað fært en að hneykslast á þeim fjölmörgu dressum sem voru frumsýnd í gærkvöldi á Grammy verðlaunahátíðinni. 

Var þetta djók?


Ef þú átt ekki pening fyrir öllum kjólnum, haltu þig þá heima!


Þú mætir ekki með byssur á Grammys nema þú sért á leið í stríð...og ætlar í jailið.


Hún misskildi og hélt það væri Halloween þema. Hún kom sem norn.


Gallabuxur? Án jeans! Orð eru óþörf um þessa peysu, ef peysu skal kalla.


Robyn, ég vona Svíþjóðar vegna að þú hafir ekki komið til að representa sænska tísku, herrejisses!


Snooki er bara alltaf freakshow, það er bara þannig.


Páskarnir eru í apríl, ekki í febrúar. Ungarnir klekjast ekki út strax.


Það lak eggjarauða úr öxlunum á henni. Úps!

Ég spyr aftur: Var þetta djók? Eða er tískuskyn mitt bara orðið úrelt?

Ég get talið þá kjóla á fingrum annarrar handar sem mér fannst eitthvað varið í, enginn þó sem fékk mjög háa einkunn. Kelly Rowland, Malin Akerman, Carrie Underwood (fallegur en leiðinlegur litur) og Katy Perry (sama vandamál, leiðinlegur litur).

Step your game up stylists!

Edda Rós

16 January 2012

ZzZzZzZz...

Golden Globe hátíðin var haldin í gær. Verðlaunin hafa auðvitað sitt mikilvægi en það sem ég var örlítið spenntari fyrir voru kjólarnir sem dömurnar klæddust.

Þvílík og önnur eins vonbrigði segi ég nú bara!

Þeir voru lang flestir svo ótrúlega boring og fyrirsjáanlegir að ég átti ekki til orð. Það voru 3 kjólar sem mér fannst bera af öllum hinum en í þá voru klæddar: Reese Witherspoon, Sofia Vergara og Jessica Biel. Kannski það hafi verið tilviljun að hönnuðir þessara kjóla eru allir í miklu uppáhaldi hjá mér. Eða kannski eru þeir (hönnuðirnir) bara langflottastir yfirhöfuð!

Við erum sem sagt að tala um Elie Saab, Vera Wang og Zac Posen - til hamingju, þið eruð snillingar!


Jessica Biel - Elie Saab (all-time favorite)


Reese Witherspoon - Zac Posen


Sofia Vergara - Vera Wang (hönnun hennar er svo klassísk og kvenleg, love it!)

Elie Saab kjóllinn finnst mér fallegastur, þó svo gagnrýnendur segi hann vera eins og ömmudúk. Ekki sammála, en sem betur fer höfum við öll mismunandi skoðanir.

Samt sem áður verð ég að segja að kjólarnir þetta árið voru ansi óspennandi og mikil vonbrigði.

ER