Showing posts with label dance. Show all posts
Showing posts with label dance. Show all posts

09 February 2012

Dancing is my cure...

Ég hef alltaf verið af og til að æfa dans, jazzballett, klassískan ballett og nútímadans. Dansinn gefur mér svo ótrúlega mikið og er fínn vettvangur fyrir þá sem vilja tjá sig (á annan hátt en að tala aðra í kaf). Nú er ég að æfa dans í JSB dansstúdíói (sem er staðsett í Lágmúlanum við hliðina á Nova) 2x í viku og hlakka alltaf til mánudags- og miðvikudagskvölda. Gæti vel hugsað mér að dansa öll kvöld í viku.

Á mér nokkra uppáhalds dansa úr So you think you can dance þáttunum og þessi er einn þeirra. Rólegur hip-hop með uppáhalds Twitch í aðalhlutverki ásamt Söshu (asnalegt að fallbeygja ensk nöfn). Það er ekki endilega dansinn sem mér finnst gera atriðið að því sem það er, heldur tónlistin, textinn og leikræna tjáningin hjá þeim. Very nice!




Lagið heitir Misty Blue og var gert frægt af Dorothy Moore fyrir nokkrum áratugum síðan. Ótrúlega fallegt lag sem itunes-ið mitt fær að spila reglulega.

ER

09 December 2011

¡Bailamos!

Get ekki beðið eftir að fara dansa aftur eftir áramót. Það er engin lygi þegar sagt er að dansinn geti gefið manni mikið. Prufaðu bara!




Myndir frá BrynBallett sýningum. Góðir tímar...

"Dancing is like dreaming with your feet!"
-Constanze

ERST