Frá því að ég bloggaði um eldamennskutilraun mína og Ástrósar sis hef ég gert lítið annað en að elda.
Djók.
Ég held ég hafi samt eldað og prófað meira síðan þá en á öllu síðasta ári.
Ekki djók.
Valgerður sá greinilega að í mér leyndust e-r hæfileikar og bað mig að elda með sér síðustu helgi. Ég sagði nú ekki nei við svona gyllitilboði, að elda með minni bestu vinkonu sem er einnig snillingur í eldhúsinu.
Við gerðum fylltar kjúklingabringur með piparosti, basiliku, furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum. Mikið rosalega var það gott!
Í eftirrétt gerðum við svo eina svakalegustu brownie sem sögur fara af. Uppskriftina af henni má finna hér (ekki fyrir þá sem höndla illa súkkulaði, eeh).
Undirbúningur
Valgerður að græja brownie deigið
Tilbúið inn í ofn
Et voilá!
Himneska karamellu brownie kakan
Want some?
ER