Showing posts with label friends. Show all posts
Showing posts with label friends. Show all posts

17 June 2012

Kvöldganga í fallegu veðri


Ég er nú búin að vera ansi slök hérna inná. Reyni að bæta úr því á næstu dögum!
Við Hrönn kíktum í göngu eitt gott veðurkvöld - nú meiri blíðan.


Hrönn og Tryggur krútt


Höfnin


Harðfiskur in the making?


Sólsetur

ER

07 June 2012

Loving your job!

Næturflug í kvöld til Parísar. Reyni alltaf að leggja mig fyrir þessi flug en alltaf þegar ég þarf að leggja mig yfir daginn þá virðist það e-n veginn ómögulegt. Aftur á móti þegar ég sé rúmið mitt í hyllingum og veit fátt betra en að kúra mig ofan í sæng, þá er enginn tími til þess. Var að vakna við símtal eftir 30 mínútna lögn og gat ekki sofnað aftur, heldur fékk ég þessa svakalegu löngun til að fara út að hlaupa. Er það bara eðlilegt? En mér veitir ekkert af þannig damn straight að ég ætla að nýta mér þessa löngun!

Sé ykkur í nótt ef þið eruð á leið til/frá París.

Au revoir! 


Ég og elsku Anna María æskuvinkona á leiðinni í fyrsta morgunflug sumarsins.

ER

28 May 2012

Annar í Hvítri Sunnu

Já annar í sunnu í dag var sko ekki hvítur! Sú gula skein heldur betur skært og það hrúguðust inn myndir á facebook og instagram sem gáfu til kynna að fólk hafði notið dagsins vel. Gerði einmitt það sama - í Bláa Lóninu. Það bættust nokkrar freknur í fjölskylduna en samt gerði sólarvörnin nokkuð góða hluti.
ER

19 May 2012

Laundromat


Kíktum eitt gott miðvikudagskvöld á Laundromat. 


My Chai!


Sátt með mitt.


Alltaf gott að hitta þessar elskur.

ER

05 May 2012

Laugardagur til lukku

Kósýhelgi par exellans. Ætluðum í bíó í kvöld en mikið eru óspennandi myndir í boði!

Þá er það bara stelpuspjall og enn meira kósý - gerist vart betra?!


Kíkti í photo booth fyrir ykkur en hausinn fékk ekki að fylgja.

Eigiði gott kvöld elskur.

ER

30 April 2012

Dinner's on me?

Hingað ætla ég í kvöld ásamt nokkrum vel völdum. Hef aldrei komið og hlakka því til að prófa eitthvað nýtt!



Ég elska skyndiákvarðanir!

Ætla reyna að koma með smá gagnrýni fyrir ykkur (sem hafið ekki farið) á morgun.

Eigiði gott kvöld elskur og njótið 1. maí á morgun.

ER

26 March 2012

Another week has begun

Það rættist heldur betur úr þessari helgi. Dinner með dömunum mínum, tónleikar fyrir góðan málstað, dansað með glans og huggulegheit með hluta fjölskyldunnar.

Tapashúsið stóð sig nokkuð vel. Þjónustan var frábær og var eiginlega betri en maturinn, þó flest hafi verið mjög gott. Nautacarpaccio-ið skoraði hátt hjá mér og tók mig aftur til tímans þegar ég bjó í Mílanó og pantaði það alltaf á uppáhalds veitingastaðnum mínum, Trattoria Toscana. 

Smökkuðum Sparkling Wine Sangriu...delicioso!

Þessar voru nú dálítið fínar. H+V.

Við klæddum okkur líka upp í tilefni kvöldsins. 2xE.

Vikan fer meira og minna í Reykjanesbrautina, ásamt því að skipuleggja líf mitt.

Hvar vil ég búa?
Hvað vil ég læra?
Hvað vil ég vinna við?

Erfiðast! Meira um þetta síðar...

Edda Rós

23 March 2012

La casa de tapas

Hér ætla ég að vera í kvöld:


(Myndirnar fengnar af heimasíðunni þeirra, vona það sé í lagi)

Höfum aldrei prófað þennan og nú er tími til kominn! Trúi varla að ég ætli að svíkja Tapasbarinn en það þýðir ekkert að hangsa endalaust í sama farinu.

Seinna í kvöld ætlum við svo að styrkja gott málefni og hendast á tónleika á Faktorý. Mikið hlakka ég til að hitta mínar bestu...

Eigiði góða helgi yndislega fólk!

ER

21 March 2012

All good things must come to an end...

Góðan dag elsku lesendur, 

við lentum í gærmorgun eftir eitt besta ferðalag sem ég hef farið í á ævinni...no joke! Ég ætla gefa ykkur stuttu útgáfuna af ferðasögunni þannig ef ykkur þykir leiðinlegt að lesa straight forward texta þá ráðlegg ég ykkur að glugga bara í myndirnar eða kíkja á þær á facebook.


Við stöllur lögðum af stað á vit ævintýranna þann 10. mars 2012. Flugum til New York og gistum á flugvallahóteli í eina nótt. Fengum lítinn svefn þar sem við vorum enn á íslenska tímanum og vöknuðum því ansi snemma til að glápa á sjónvarpsmarkaðinn haha.
Um hádegi drifum við okkur svo aftur upp á flugvöll þar sem nú skyldi haldið til Miami. Lentum í Miami um kvöldið og fórum þaðan beinustu leið á hótelið okkar sem var alveg downtown á Collins Avenue. 
Vorum ekkert alltof sáttar með hótelið þar sem við erum báðar vanar að vera svolítið vafðar inní bómullarpoka. En við lifðum af nóttina...

Á mánudeginum (og afmælisdeginum mínum) hittum við svo Dísu, Reggie og crew-ið. 
Komum okkur svo á skipið án mikilla vandræða.


Þarna áttum við að vera næstu 4 dagana, Carnival Imagination. Lífið var yndislegt!
Stoppuðum í Key West á þriðjudeginum og röltum um þennan krúttlega bæ, þar sem Ernest Hemingway átti eitt sinn heima. Sáum hana á vappinu niðrí bæ og kipptum okkur lítið upp við það, kipptum bara upp myndavélinni í staðinn.


Daginn eftir stoppuðum við í Cozumel, Mexico. Ákváðum að gera eitthvað úr þeirri ferð og fórum í höfrungatrip, syntum með höfrungum, fengum koss frá þeim og að lokum dönsuðu þeir fyrir okkur.



Síðasta daginn var svo Fun Day at Sea og þá var slakað á í sólinni.


Í ferðinni kynntumst við helling af yndislegu fólki og þá sérstaklega Texikönunum okkar.


Það er glatað hvað heimurinn þarf stundum að vera stór og langt að fara á milli staða!

„Lentum“ í Miami um morguninn og kíktum í nokkrar búðir, þar á meðal Dash.


Um kvöldið kvöddum við Hrönn svo crewið okkar og héldum á flugvöllinn, nú í áttina til New York aftur þar sem við gistum hjá Hadley í 3 nætur.
New York var tekið með trompi, full dagskrá alla daga. Keyrðum meira að segja í mollin í New Jersey einn daginn þar sem Hrönn stóð sig sem hetja í bílstjórasætinu...ég reyndi að gera mig skiljanlega með GPS-ið í annarri.

Þrátt fyrir að hafa skaðbrennt kreditkortið mitt og sjálfa mig, þá var þessi ferð algjörlega priceless og þess virði. Það er alveg satt sem þeir segja að: "You only live once" og ég ætla að hafa það bakvið eyrað í framtíðinni.

Yndislegar minningar sem hafa skapast og yndislegir nýir vinir.

Ykkar, 
Edda Rós

28 February 2012

Útskriftargleði

Helgin var snilld! Fór í útskriftarveislu hjá skötuhjúunum Heiðu og Hróari og partýin hjá þeim geta bara ekki klikkað.

Takk fyrir mig HH!

Ég var lítið í að taka myndir en fékk þessa án góðfúslegs leyfis Heiðu (geri bara ráð fyrir að það sé í lagi).


Heiða Rut-Edda Rós-Ellen Agata

x

19 February 2012

Step into my sushi world

Sushi. Eitthvað sem ég kynntist fyrst þegar ég bjó á Ítalíu 2007. Kúgaðist í fyrstu tilraun. Þá kynntist ég reyndar bara maki rúllum en lét líða dágóðan tíma þar til ég gerði aðra atlögu í sushi smökkun.

Tilraun 2 fór á sama veg en ég ákvað þá að prófa nigiri bita (sem er bara fiskur og hrísgrjón). Delicioso, eins og Ítalinn myndi orða það (nema hann borði bara pizzu og pasta)!

Prófaði maki í 3. sinn síðastliðinn fimmtudag og kúgaðist ekki en litlu munaði. Það er þessi b-vítans þari sem hefur þessi áhrif. Við náum ekkert afskaplega vel saman, því miður.


Fór með HR stelpunum mínum (part I) á Sushi Samba um daginn og í staðinn fyrir að þora í sushi-ið fékk ég mér smálúðu sem var einstaklega góð. Lofa að prófa sushi-ið næst, lofa!
Sandra-Lilla-Írunn


Eftirrétturinn var ekki af verri endanum, kakan og ísinn hefðu ekkert þurft að vera þarna fyrir mér en jarðarberin og hnetukremið (þetta ljósbrúna)=himneskt!


Í síðustu viku hitti ég svo HR stelpurnar mínar (part II) og Hrafnhildur var svo yndisleg að bjóða okkur í sushi-gerð. Nú skyldi smakka!


Frumraunin okkar af maki rúllum...


Afraksturinn. Við vorum að sjálfsögðu afar stoltar af þessum kræsingum. Hrafnhildur er orðin svo pró (enda í sushi klúbb) að hún skellti í laxa sashimi sem vakti mikla lukku.


Asísk kveðja!

Já, ég veit ekki hvort maki rúllur eru eitthvað sem ég venst með tímanum. Mig langar ekkert að gera margar tilraunir í viðbót og krossa fingur um að ég muni ekki kúgast. Nigiri og sashimi hentar mér bara ágætlega get ég sagt ykkur.

ER

12 February 2012

Kokkur í klæðum

Frá því að ég bloggaði um eldamennskutilraun mína og Ástrósar sis hef ég gert lítið annað en að elda.
Djók.
Ég held ég hafi samt eldað og prófað meira síðan þá en á öllu síðasta ári.
Ekki djók.

Valgerður sá greinilega að í mér leyndust e-r hæfileikar og bað mig að elda með sér síðustu helgi. Ég sagði nú ekki nei við svona gyllitilboði, að elda með minni bestu vinkonu sem er einnig snillingur í eldhúsinu.
Við gerðum fylltar kjúklingabringur með piparosti, basiliku, furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum. Mikið rosalega var það gott! 
Í eftirrétt gerðum við svo eina svakalegustu brownie sem sögur fara af. Uppskriftina af henni má finna hér (ekki fyrir þá sem höndla illa súkkulaði, eeh).


Undirbúningur


Valgerður að græja brownie deigið


Tilbúið inn í ofn


Et voilá!


Himneska karamellu brownie kakan


Want some?

ER

11 February 2012

Wanting, waiting, wishing...

Uppáhalds veitingastaðurinn minn hérlendis er Tapasbarinn. Við stelpurnar ætluðum að prófa Tapashúsið í gær en vorum of seinar að panta borð. Tapasbarinn klikkar hins vegar aldrei og ég komst til Spánar í nokkrar klst. í gærkvöldi. 


Mmm best!


Tinna, ég og Nensý


Heiða, Ellen og Valgerður - allar á réttri „hlið“ haha!


Eftir matinn duttum við svo í heimatilbúið Alias sem er algjör snilld. Hver og einn skrifar á litla miða e-r orð eða setningar sem tengjast spilameðlimum á einhvern hátt (margir miðarnir okkar voru ekki við hæfi almennings svo þessi fékk að fylgja, enda temmilega settleg). Svo er eins og venjulega, skipt í lið og hvort lið um sig giskar - þið þekkið þetta.

Varúð! Orsakar mikinn hlátur með tilheyrandi öndunarerfiðleikum.

Fullkomið hlaupaveður í dag, sjáumst!

ER

29 January 2012

That 2012 cocktail pt.2


Svona fór kvöldið okkar. 
Sigurvegari kvöldsins var Cherry Blast (Heiða Rut).
Við vorum allar í bleika/rauða skalanum þetta kvöldið.

Snilldin ein. Takk fyrir kvöldið elsku dömur.


Gleðin tók öll völd...


Los cuatro cócteles!

xx