Það er óþolandi að ætla kaupa eitthvað og það er ekki til í þinni stærð! Þegar það kemur að fatnaði, þá er oft hægt að fara upp eða niður um eina stærð, en þegar kemur að skóm er það dálítið erfiðara.
Þá reddar maður sér! Eða...ætlar allavega að gera það, þar til það poppar upp gluggi sem segir: You're transaction could not be processed (BECAUSE YOU LIVE IN ICELAND, the middle of nowhere).
Ókei, ég er ekkert pirruð - lofa. Eða þið vitið...
Þá er gott að eiga góða að sem búa erlendis, þarf bara núna að fara í smá mission.
Þetta er missionið mitt. Ég verð að fá þessa skó. Sumarið verður ekki eins án þeirra. Elsku Edinborg, svaraðu kallinu.
Svo held ég að ég hafi orðið tískunni að bráð (takk fyrir það Elin Kling) því mig langar í oddmjóa háhælaskó til að nota við þröngar uppbrettar gallabuxur. That's what I said...
Eina venjulega og klassíska.
Og eina sem öskra sumar.
Ef það væri eitthvað sem ég þyrfti að lifa á...þá væru það skór.
Yfir og út,
ER