


Bara nokkur atriði sem ég er búin að vera hafa í huga og ætla að hafa í huga næstu mánuðina og árin ef út í það er farið. Það er nokkuð greinilegt hvað er mér efst í huga en það að fara snemma að sofa er þrautinni þyngri og eitthvað sem ég virðist ekki geta gert. En æfingin skapar meistarann ekki satt?
Svo er eitt sem ég gleymdi, basic atriði sem allir ættu að hafa að leiðarljósi:
Sushi-gerð í kvöld með '08 HR stelpunum mínum - eitthvað sem ég hef ekki gert áður (ég fer að fara yfirum í eldamennskunni).
Almenn fimmtudagsgleði frá mér til ykkar!
(Það fer um mig smá kjánahrollur með svona webcam myndir, þarf að melta þetta aðeins. Kannski er þetta svona „vont en það venst“ eins og Súkkat sungu um hérna forðum daga)
Edda Web(ber)
4 comments:
Neeei mér finnst þú kúl í webcam!
ég var einmitt að skoða gamlar pósu-webcam myndir og Eyþór spurði "vá hvernig leið þér þegar þú varst þarna alein að pósa fyrir framan tölvuna??"
eehh..
Haha stelpur, þetta er gúdshit! En já tilfinningin Valgerður er ómótstæðileg og hrikalega krúttleg.
Hahahaha. Snilldar spurning hjá Eyþóri!! Og þessi hvatningar orð eru snilld, fara fyrr að sofa er rosa erfitt fyrir þessa týpísku "B" manneskju sem ég er.. erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
Post a Comment