07 December 2011

...


Það er svo margt þessa dagana sem veitir mér innblástur. Ég get sjaldan sofnað á kvöldin fyrir endalausum hugsunum, heilinn minn mun springa einn daginn af overload-i. Ef ég myndi nú nenna að drullast til að skrifa þessar hugsanir á blað (eða pikka þær inn í tölvuna jafnvel) væri ég sennilega komin með nokkrar bækur í vinnslu. Mig vantar eiginlega bara lítið tæki sem skynjar hugsanir mínar og sér svo um að vippa þeim yfir í tölvuna. Sé fyrir mér krúttlegt tæki sem ég gæti plöggað heyrnartólum í. Heyrnartólin myndu nema e-r bylgjur frá heilanum, senda það í tækið og svo þegar ég vaknaði myndi ég tengja það við tölvuna með USB og sjá allt það gáfulega sem ég var að hugsa svart á hvítu í word skjali. Brilliant uppfinning ekki satt?

„Fyrir-svefninn“ hugsanir mínar eru þó sjaldan einhver meistaraverk en aldrei að vita nema ég fái einn daginn hugmynd sem breytir heiminum. Hver veit!


ER (nei, ekki læknavaktin)

06 December 2011

Snjókorn falla, á allt og alla

Er ekki komið nóg af snjó? Jörðin öll hvít og Reykjanesbrautinni svipar til snjóskafls. Þetta er komið fínt að mínu leyti, mætti alveg rigna næstu daga og hlýna smá. Svo má snjórinn kíkja aftur rétt fyrir jól. Takk kæri Jóli fyrir þetta, ég veit þú reddar þessu.

En það getur samt sem áður verið kósý að fara í smá snjógöngu og skoða jólaskreytingar, segi það ekki!






Grillugleði...

Annars er það helst í fréttum að ég er búin í prófum...ALVEG. Síðasta prófinu mínu í HR var að ljúka og það er mikil gleðin sem fylgir því (þrátt fyrir að prófið sjálft hafi ekkert verið nein gleði út af fyrir sig). 

Farin að gera eitthvað allt annað en læra!

Edda Rós GleðiGrilla

05 December 2011

Mig kitlar í útlönd...



Á ég? Á ég ekki? That is the question!

Búin að sitja við lærdóminn með vegabréfið fyrir framan mig og heimasíðu IE opna. Svakalegt tilboð sem þeir eru að bjóða til Köben, London og Berlínar. Mér er alveg sama hvert ég myndi fara, bara eitthvert í smá jólaútlönd, sjá hvernig aðrir skreyta og upplifa smá ys og þys. Tala nú ekki um heitt útlenskt kakó...  


Ætti samt að vera skynsöm og bíða með þetta, þar sem ég er á leiðinni til Edinborgar eftir áramót í heimsókn til Ragnars og Esterar og þarf að leggja lokahönd á eina BSc ritgerð...

....en mig langar svoooooo.

Kv. Palli

04 December 2011

This is just adiós and not goodbye...

Í dag, 4. desember, hefði minn elskulegi afi orðið 74 ára og í tilefni þess hlusta ég á uppáhaldslagið hans: Blue Spanish Eyes.


Ég og afi á 17. júní 1992/3.


Við systkinin með afa uppí sumarbústað. Ragnar með í gleðinni!
 
Afa Rúdda er sárt saknað...

Thorarensen jr.

Funny how the word "studying" ends with the word DYING...





Tími sem átti að fara í að læra í kvöld: 3,5 klst.
Tími sem fór í raun í einhvern lærdóm: 0,5 klst.
Það sem ég hefði átt að læra: Mikilvægi upplýsingakerfa innan fyrirtækja.
Það sem ég lærði í raun: ...á nýtt frábært ljósmyndaAPP í símanum mínum!

Time flies when you're NOT studying.

Kv. Heimsmeistarinn í sóun á tíma.

03 December 2011

...


"Imperfection is beauty,
madness is genius,
and it’s better to be absolutely ridiculous
than absolutely boring."

02 December 2011

These boots are made for walking, and that's just what they'll do...

Eins mikið og ég elska fallega skó, þá þykir mér einstaklega gaman að skoða ljóta og óskiljanlega skóhönnun og skó sem eiga sér lítinn sem engan tilverurétt. Ég datt inn á vefverslun um daginn sem selur skó. Það voru ekkert bara einhverjir skór, heldur mest megnis Jeffrey Campbell og önnur ágætis merki. 

Margir skórnir komu mér virkilega til að hlæja af ljótleika og fáránleika. Ég hef því ákveðið að deila nokkrum af þessum skópörum með ykkur af og til og kalla fyrsta collectionið: Ugly Shoes Volume I.

Kannski er ég bara svona hryllilega þröngsýn þegar kemur að framúrstefnulegri skóhönnun en í mínum augum er ekkert whatsoever framúrstefnulegt við þessi ógeðis skópör. Greyin, ég vorkenni þeim hálfpartinn fyrir að vera til!

Jæja here we go...


Hæ, ég er skriðdreki....loðinn skriðdreki.


Orð óþörf...


Ég hef aldrei verið hrifin af Lita skónum eftir hann JC eins og annar hver tískubloggari hefur fjárfest í (finnst hlutföllin bara ekki meika neinn sens, afsakið mig) en þessi elska sá sig knúinn til að pimpa þá aðeins upp og gera þá enn ljótari. Mission accomplished!
 Þetta minnir mig á sófasett í húsgagnabúð. Sófasett sem er búið að standa í búðinni frá upphafi og enginn vill eignast. Skór: Get the point!


Hér með lýkur fyrsta settinu af ljótum skóm, more to come á næstu vikum.

ERST