14 December 2011

Put a ring on it!

Hringjarinn frá Notre Dame var að hringja. Hann vildi þessa hringi.




Fást allir hér.

ERST


13 December 2011

Nail-ed it!



Jólalakkið í ár frá Sally Hansen - Salon Manicure.
Liturinn heitir Wine Not og er #620 (eins og myndin sýnir jú skýrt).

Ótrúlega flottur vínrauður með sanseringu, tilvalið í skóinn!

JólaRós

12 December 2011

12 dagar til jóla

Damn straight! Það styttist óðum í jólin. Stelpurnar fara að detta í jólafrí og ljúka sínum prófum sem gleður mig mikið. Það er gott að slaka á í 1-2 daga en ég á erfitt með mikið meira en það! Það er hreinlega miklu skemmtilegra að hafa nóg að gera og fylla svolítið upp í dagatalið. Dagurinn í dag fór í smá borgarjólastúss með Mrs. Jaidee.

Þið hin sem eruð í prófum, þraukiði-þetta er að klárast.


Nensý mætt spennt á Eldsmiðjuna í late-lunch


Smökkuðum Pizza Diavola (pizzu djöfulsins)+ chili krydd, sem er gourmé. Allir að prófa þessa sem vilja gefa bragðlaukunum gott kikk. 


Það var orðið jólalegt í Smáralind


Það styttist óðum í stysta daginn og svona leit brautin út um hálffimm í dag, kósý

EddaRósSkúla

11 December 2011

Number 2...

Jæja, þið fenguð að sjá safn ljótra skópara um daginn. Nú fáiði Ugly Shoes Volume II.

Njótið (eða njótið ekki)!




Þetta minnir semi á rimlabúr eða baststól...


Nú eru að koma jól. Þetta er því einmitt eitthvað sem Grýla myndi ganga í, ekki eðlilegt fólk! 



Grinch, Willi Wonka, langar einhvern í jólastaf? Mig langar! En þessir skór? Aldrei!


Og þið þarna, you'll never stand a chance!

Þetta er allt peeps...

Edda Rós

10 December 2011

...

My head says, 
"Who cares?"
But then my heart whispers, 
"You do, stupid...


He strikes again...

Það virðist vera nóg að gera hjá honum Ólafi Elíassyni sem hannaði hina umdeildu Hörpu. Það má segja að maðurinn kunni sitt fag svo sannarlega og nú var hann að hanna höfuðstöðvar Kirk Kapital í Vejle, Danmörku.

Skemmtilegt hvernig hann lætur bygginguna rísa úr sjónum (svipað og Hörpuhugmyndin).

Klár er hann karlinn!





Myndir: Dezeen.

ERST

09 December 2011

¡Bailamos!

Get ekki beðið eftir að fara dansa aftur eftir áramót. Það er engin lygi þegar sagt er að dansinn geti gefið manni mikið. Prufaðu bara!




Myndir frá BrynBallett sýningum. Góðir tímar...

"Dancing is like dreaming with your feet!"
-Constanze

ERST

Finito, Basta, No more...

Þá kom að því, við Írunn kláruðum ritgerðina í dag, þótt ótrúlegt sé. Skilin eru ekki fyrr en 20. desember þannig ég myndi segja að ég væri komin í ansi huggulegt og langþráð jólafrí. Nú er bara spurning hvað ég finn mér að gera, slappa af í 2 daga og hætti svo að nenna því.

Það var mikil einbeitingin uppi í HR í dag og mikil gleði með afraksturinn. Djöfull er ég stolt af þessu litla barni okkar, þó ég segi sjálf frá.


BZE24 var ekki að nenna í enn eina Rvk ferðina. Enda gaf ég henni pásu og fékk jeppann hjá daddy-o í láni, lúxus!


Brautin tók svo vel á móti mér...þessi elska!


Írunn besti ritgerðarpartner sátt með að þessu væri að ljúka...en ekki hvað.


Einbeitingin í hámarki. Stundum þarf maður bara að fara aðeins inn í tölvuna.

Þetta var víst hægt!