21 December 2011

Tíu Dropar

Einn kosturinn við að vera (loksins) í alvöru jólafríi er að ég hef tíma til að hitta mína elskulegu vini sem ég hef ekki séð í langan tíma. Það er svo kósý að taka rölt niður Laugaveginn og setjast inn á kaffihús með heitt súkkulaði og detta í heljarinnar spjall um daginn og veginn. Hitti t.d. hana Lilju dúllu í gær og Birnu í dag. Svo þarf ég að plana fleiri kaffihúsadeit á næstunni með fleiri ljúflingum - þið vitið hver þið eruð!



Lilja Guðný með einhvers konar geislabaug skv. myndinni...og auðvitað í alvöru líka.

Mikið er ég þakklát fyrir alla mína yndislegu vini 

Edda Rós 


20 December 2011

Klippa klippa klippa, gera mig fína fína fína

Sit hérna á Rauðhettu og úlfinum í klippingu og litun hjá Agli snilling. Leiðinlegasti parturinn af svoleiðis sessioni er að bíða eftir að liturinn er tilbúinn en þá vitum við öll hvað er næst, the best part: Hárþvotturinn!

It's time...



ERST

19 December 2011

Frá: Mér - Til: Mín

Ég á það stundum til að vera dálítið spes. Tók upp á því einn daginn að byrja að gefa sjálfri mér jólagjöf og afmælisgjöf. Þá fann ég þessa fullkomnu afsökun til að kaupa mér eitthvað sem mig langaði virkilega í, án þess að hugsa um að spara peninginn. Stundum er líka bara í lagi að treat-a sig smá.

Þessi jólin ætla ég að gefa mér 2 gjafir. Búin að kaupa aðra þeirra og ætla að finna hina í Edinborg um áramótin.

Hefur langað í alvöru leðurtösku heillengi og fann hina fullkomnu um daginn. Það er smá Mary Poppins fílingur í henni þar sem hún er frekar stór og hentar mér því fullkomlega.

               

Gjöf númer 2 er ljósmyndabók eftir James Mollison. Í henni eru myndir af svefnstað barna um allan heim, bæði þeim sem eiga moldríka foreldra, sofa á satíni og með þjón sem vekjaraklukku og líka þeim sem sofa á skítugu moldargólfi með rifin teppi. Svo má líka finna allt þar á milli. Ætlaði að kaupa þessa bók í sumar en þá var hún uppseld á Amazon. Vona að ég geti reddað henni í bráð.

En jólahreingerningin bíður.

ERST

17 December 2011

Cheers!

Nú er tími allra til að fagna. Ef þú getur ekki fagnað próflokum, þá fagnarðu því að það séu að koma jól, eða að það snjóaði í nótt, eða að þú hafir fundið báða sokkana þína í morgun.

Sama er mér!

Fagnaðu bara og dansaðu í kvöld. Það ætla ég að gera.

ERST

16 December 2011

New Years


Hér ætla ég að vera um áramótin!

Nánar um það síðar...

ERST

Hawty cútúrarí

Ég elska hvernig ameríkönum sérstaklega tekst oft að misþyrma franskri tungu. Franskan kannski ekki sú auðveldasta í framburði en ég meina...

...meðfylgjandi vídjó gefur þessu skýrari mynd.


ER

15 December 2011

Hæstánægð!

Það ríkir mikil gleði hér á bæ þar sem ég er nú loksins búin að endurheimta 2 af mínum uppáhalds. Ástrós systir var að klára prófin sín og flytur heim um jólin meðan Ester mágkona var rétt í þessu að lenda frá Glasgow til að halda jólin með okkur. Nú vantar bara Ragnar bró og þá er ég sátt!



Mikið hef ég saknað þeirra!

ER