11 January 2012

PIP Púðapælingar...

Sílíkonbrjóst anyone?

Nei mér datt bara í hug að spyrja í kjölfar mikillar fréttaóreiðu um efnið. Þið vitið, PIP púðarnir-þessir einu sönnu. Gera brjóstin þín stærri og stinnari í nokkur ár en byrja svo að leka og gefa frá sér efni sem mjög líklega er skaðlegt. Púðarnir fara á spottprís. Standast allar gæðakröfur og eru gæðastimplaðir á öllum hliðum, að innan og utan.

WRONG!

Hvers lags eiginlega vitleysa er í gangi? Heyrði fyrst frétt um þetta um jólin þar sem greint var frá þessari tegund sílíkonpúða og að konur á Íslandi ættu ekkert að óttast þar sem þeir höfðu einungis verið notaðir í örfáum tilfellum. Í dag er komið í ljós að 440 íslenskar konur hýsa þessar fyllingar og sumar búnar að gera frá árinu 2000. Fjögur hundruð og fjörutíu konur! Einnig er búið að áætla að alls séu 300.000-400.000 konur í heiminum með sílíkon frá þessu viðurstyggilega fyrirtæki (PIP).

Nú fyrir stuttu greindi Velferðarráðuneytið frá því að ríkið muni borga ómskoðanir fyrir allar þessar konur (ef þær eru með sjúkratryggingu). Kostnaður upp á 5-6 milljónir. Ekki nóg með það, heldur mun ríkið einnig taka þátt í því að greiða fyrir þá aðgerð sem þær konur þurfa á að halda til að fjarlægja púðana ef kemur í ljós að þeir leka. RÍKIÐ?! Þannig að ef við leggjum þetta á köldu silfurfati beint á borðið þá eru okkar skattpeningar að fara í að greiða fyrir svindl fransks fyrirtækis sem varð gjaldþrota árið 2010 og stofnandinn er eftirlýstur af Interpol. Frábært! Ég er viss um að ríkið hafi ekkert betra við þennan pening að gera en að fleygja þeim í ómskoðanir og sílíkon-fjarlægingar-aðgerðir. Það er lítið búið að gerast í efnahagsmálum síðan í hruninu og ríkið enn með hálfgert harðlífi þegar kemur að ríkiskassanum. Þetta er því frábær viðbót og gefur þjóðinni skýr skilaboð um hvað sé mikilvægt og hvað ekki.

Ókei nú eru sumir eflaust fjúríus og áður en þið springið vil ég hafa eitt á hreinu. Ég get vel skilið þær konur sem „lentu“ í þessu (95% þeirra í fegrunarhugleiðingum þó) að vilja ekki þurfa borga fyrir gallaða vöru, auðvitað ekki! Ég er líka viss um að þær sem eru með þessa púða í sínum líkama vilja losna við þá strax, sama hvort þeir leki eða ekki, fjandinn hafi það!

En hver á sökina? Hver ber ábyrgðina? Ekki reyna að segja mér að íslenska ríkið geri það!
Ef ég fæ mér tattú og í ljós kemur að í blekinu séu eiturefni, á íslenska ríkið þá að borga fjarlæginguna? Er það ekki framleiðandi efnisins? Í tilfelli PIP er erfitt að láta þá borga brúsann, þar sem fyrirtækið er gjaldþrota en eftirlitsaðilarnir voru algjörlega sofandi á verðinum. Eru þeir þá ekki skaðabótaskyldir?

Lýtalæknirinn sem notaði þessa púða var grunlaus um að þeir væru gallaðir. Hann flytur þá inn í þeirri trú að þeir séu í raun með gæðastimpil. Púðarnir voru það og meira að segja frá eftirlitsstofnunum innan Evrópusambandsins.

En hvað gerðist þá? Hvar liggur hundurinn grafinn?

Jú, hann liggur hjá þessum eftirlitsaðilum. Fyrirtækið PIP hætti að nota sílíkonið sem það fékk gæðastimplað og ákvað að breyta yfir í einhvers konar iðnaðarsílíkon. Falsað og gallað skítafyrirtæki. En... er það ekki hlutverk eftirlitsaðila að kanna hvort varan sé í raun gæðavara? Er nóg að henda bara sama stimplinum á vörur ár eftir ár og krossa bara fingur um að verið sé að nota sömu vöruna og sömu efnin?

Þið getið líka ímyndað ykkur orðspor lýtalæknisins sem framkvæmdi þessar aðgerðir. Er það honum og hans störfum að kenna að hann fékk gallaðar vörur í mörg ár? Svo er önnur spurning, af hverju er þessi tegund púða ekki notuð í aðgerðum sem framkvæmdar eru á sjúkrahúsum en bara á einkastofum?

Margar spurningar - Fá svör...

Held ég sé búin að tapa mér nóg hérna í skrifunum en mér finnst gjörsamlega fáránlegt að íslenska ríkið ætli bara að taka upp veskið og borga. Ég sé á engan hátt hvernig það ber ábyrgð á þessu, svo ef þið gerið það, endilega upplýsið mig.



(Myndir fyrir þá sem nenna ekki að lesa)

Edda Rós púðapælari

10 January 2012

Wanted

Sá þetta úr fyrir rúmlega mánuði síðan og ég hugsa enn um það. Frá Links of London og er úr rósagulli.

Oh how pretty you are... 
...og bara á £350 sem gera tæplega 70.000 íslenskar krónur - gjöf en ekki gjald!


One day...

09 January 2012

Vaki á næturnar-Sef á daginn

Ég er það sem fræðimenn kalla B-manneskja. Það er mér ótrúlega erfitt að vakna klukkan 07:00 á morgnana, koma mér fram úr og haga mér eðlilega. Líkaminn er á OFF til ca 10:00. Mér finnst yndislegt að fara seint að sofa og vera vakandi þegar allir aðrir eru sofandi. Góð bíómynd eða tónlist og kertaljós. Ég nýt þess að vera í þögninni og einmitt á þessum tíma fer heilinn af stað (hann mætti nú alveg venja sig á að gera það yfir daginn...allavega svona í miðri viku).

Núna þegar ég er búin í skólanum (síðasta önnin mín var fullkomin, þurfti ekki að vakna við vekjaraklukku og gat einmitt vakið næstum eins lengi og mig lysti) er ég byrjuð að vinna. Þá er sko ekkert elsku mamma, heldur mun ég gjöra svo vel og stilla vekjaraklukkuna á 07:00 og VAKNA þá (ekki bara opna augun og vera á sjálfstýringu). Ég er reyndar ánægð með að vera byrja í einhverri rútínu og koma á sama tíma jafnvægi á hlutina, líkama og sál (ókei Edda Rós).

En ég kann ekkert að vakna svona snemma, hvað þá að fara sofa á „eðlilegum“ tíma, þannig þetta mun þurfa að venjast eins og allt annað.

Góða nótt x 

08 January 2012

I found myself in Wonderland






Ég er dreymin í dag.
Mig langar að stinga af - ekki í spegilsléttan fjörð samt.
Meira til suðrænna eyja.
Þar sem sandurinn er hvítur.
Pálmatrén leika í vindinum.
Ananasdjúsinn er borinn fram í ananasnum sjálfum.
Melóna og kókoshneta í morgunmat.
Sólin dundar sér við að næra mig með D vítamíni.
Og þrír krúttlegir gamlir menn spila á banjó, bongótrommur og syngja fyrir mig spænskar vísur.

Mig dreymir...

06 January 2012

Annual Report - 2011

Árið mitt í nokkrum orðum (en ekki myndum):

  • Hélt áfram í skólanum og dansinum.
  • Gerði helling sniðugt með stelpunum, bústaðaferð, veitingastaðaheimsóknir, útlandaferðir, kaffihúsahittingar, danstryllingar o.fl.
  • Lenti í fyrstu aftanákeyrslunni (ég var blásaklaus í þetta sinn)...og það á afmælisdaginn. Score!
  • Datt í lukkupottinn þegar ég fékk vinnu sem flugfreyja hjá Icelandair, skemmtilegasta sumarstarfið.
  • Ferðaðist til nokkurra nýrra borga: Vínar, Washington DC, Barcelona og Edinborgar. Flaug líka til staða sem ég hef aldrei áður komið til...en klukkutími á hverjum stað telur ekki!
  • Skrifaði minn fyrsta blaðapistil.
  • Keypti mér minn fyrsta bíl...sem er btw fullkominn!
  • Smakkaði rauðvín í fyrsta sinn...á ævinni.
  • Fór á fimleikaæfingar, körfuboltaæfingar og grunnnámskeið í CrossFit. Allt betra en að hanga í líkamsræktarstöðvum...
  • Kynntist helling af nýrri tónlist.
  • Fór í flugtíma.
  • Tók upp eftirnafn afa og mömmu, Thorarensen.
  • Fór á mína allra fyrstu Þjóðhátíð - halelúja!
  • Styrkti vináttusamband við fullt af gömlum vinkonum sem mér þykir ótrúlega vænt um.
  • Kynntist aragrúa af nýju fólki, bæði í sumarvinnunni og utan vinnu. Flest allt fólk sem mig langar að hafa sem part af mínu lífi áfram.
  • Elskaði, hataði, hló, grenjaði, reiddist og grínaðist. Djók ég hata ekki (!).

Það er hellingur í viðbót sem ég man ekkert eftir (enda með lélegasta minni norðan miðbaugs). En þetta var stiklað á stóru. Ótrúlega gott ár í alla staði held ég bara og ég vona að 2012 nái að toppa það!

ERST

05 January 2012

Welcome to Iceland, the home of Icelandair...

Ég er komin heim - eftir að hafa rignt niður og fokið upp!

Að eyða áramótunum með Ragnari (bró) og Ester (mágkonu) var hreint út sagt snilld. Fórum í Street Party á gamlárskvöld þar sem voru fullt af tónleikum. Aðal böndin voru Bombay Bicycle Club og Primal Scream en svo sáum við líka restina af Friendly Fires showinu. Við gerðum margt fleira en hlusta á góða tónlist í Edinborg þó svo það hafi verið einna helst áberandi þessa dvöl mína. Fórum t.d. á kaffihús, bari, búðir, dýflissu og veitingastaði svo fátt eitt sé nefnt. Myndir segja oft meira en 1000 orð og ég leyfi nokkrum að fylgja með, set fleiri á facebook.

Takk æðislega fyrir mig elsku Ragnar og Ester, þið fáið fyrstu verðlaun fyrir gestrisni og ég er strax farin að sakna ykkar og spila lagið sem mun alltaf minna mig á þessa ferð:


Edinborgarferðin í myndum:


Flugvallatjill-best


Fallega borg



Áramótamaturinn-Sveppa girasolle


Hressar á tónleikunum


Happy New Year!


Fórum í fiskafótabað-spes...vægast sagt.


Systkinin


Ester Skoti


Súkkulaðifudge...mmm

Edinborg er ótrúlega falleg borg og ég hvet ykkur öll að fara þangað. Munið bara eftir regnhlífinni - hún er nauðsynleg!

Edda Rós

01 January 2012

Checkin' in

*UPDATE: Vegna veðurs kem ég heim á morgun, 5. janúar. Hlakka til að sjá ykkur öll á nýju ári.

Búið að vera brjálað stuð hérna í Edinborg hjá okkur skyttunum þremur.

Myndir og fleira kemur eftir að ég kem heim en vildi bara láta ykkur vita að ég er á lífi og miklu meira en það. Vonandi er nýja árið ykkar að byrja vel!

Flug til Íslands 3. janúar og ég ætla nýta tímann hér vel sem eftir er.

So long suckers...

...djók.

Bæ.