Sílíkonbrjóst anyone?
Nei mér datt bara í hug að spyrja í kjölfar mikillar fréttaóreiðu um efnið. Þið vitið, PIP púðarnir-þessir einu sönnu. Gera brjóstin þín stærri og stinnari í nokkur ár en byrja svo að leka og gefa frá sér efni sem mjög líklega er skaðlegt. Púðarnir fara á spottprís. Standast allar gæðakröfur og eru gæðastimplaðir á öllum hliðum, að innan og utan.
WRONG!
Hvers lags eiginlega vitleysa er í gangi? Heyrði fyrst frétt um þetta um jólin þar sem greint var frá þessari tegund sílíkonpúða og að konur á Íslandi ættu ekkert að óttast þar sem þeir höfðu einungis verið notaðir í örfáum tilfellum. Í dag er komið í ljós að 440 íslenskar konur hýsa þessar fyllingar og sumar búnar að gera frá árinu 2000. Fjögur hundruð og fjörutíu konur! Einnig er búið að áætla að alls séu 300.000-400.000 konur í heiminum með sílíkon frá þessu viðurstyggilega fyrirtæki (PIP).
Nú fyrir stuttu greindi Velferðarráðuneytið frá því að ríkið muni borga ómskoðanir fyrir allar þessar konur (ef þær eru með sjúkratryggingu). Kostnaður upp á 5-6 milljónir. Ekki nóg með það, heldur mun ríkið einnig taka þátt í því að greiða fyrir þá aðgerð sem þær konur þurfa á að halda til að fjarlægja púðana ef kemur í ljós að þeir leka. RÍKIÐ?! Þannig að ef við leggjum þetta á köldu silfurfati beint á borðið þá eru okkar skattpeningar að fara í að greiða fyrir svindl fransks fyrirtækis sem varð gjaldþrota árið 2010 og stofnandinn er eftirlýstur af Interpol. Frábært! Ég er viss um að ríkið hafi ekkert betra við þennan pening að gera en að fleygja þeim í ómskoðanir og sílíkon-fjarlægingar-aðgerðir. Það er lítið búið að gerast í efnahagsmálum síðan í hruninu og ríkið enn með hálfgert harðlífi þegar kemur að ríkiskassanum. Þetta er því frábær viðbót og gefur þjóðinni skýr skilaboð um hvað sé mikilvægt og hvað ekki.
Ókei nú eru sumir eflaust fjúríus og áður en þið springið vil ég hafa eitt á hreinu. Ég get vel skilið þær konur sem „lentu“ í þessu (95% þeirra í fegrunarhugleiðingum þó) að vilja ekki þurfa borga fyrir gallaða vöru, auðvitað ekki! Ég er líka viss um að þær sem eru með þessa púða í sínum líkama vilja losna við þá strax, sama hvort þeir leki eða ekki, fjandinn hafi það!
En hver á sökina? Hver ber ábyrgðina? Ekki reyna að segja mér að íslenska ríkið geri það!
Ef ég fæ mér tattú og í ljós kemur að í blekinu séu eiturefni, á íslenska ríkið þá að borga fjarlæginguna? Er það ekki framleiðandi efnisins? Í tilfelli PIP er erfitt að láta þá borga brúsann, þar sem fyrirtækið er gjaldþrota en eftirlitsaðilarnir voru algjörlega sofandi á verðinum. Eru þeir þá ekki skaðabótaskyldir?
Lýtalæknirinn sem notaði þessa púða var grunlaus um að þeir væru gallaðir. Hann flytur þá inn í þeirri trú að þeir séu í raun með gæðastimpil. Púðarnir voru það og meira að segja frá eftirlitsstofnunum innan Evrópusambandsins.
En hvað gerðist þá? Hvar liggur hundurinn grafinn?
Jú, hann liggur hjá þessum eftirlitsaðilum. Fyrirtækið PIP hætti að nota sílíkonið sem það fékk gæðastimplað og ákvað að breyta yfir í einhvers konar iðnaðarsílíkon. Falsað og gallað skítafyrirtæki. En... er það ekki hlutverk eftirlitsaðila að kanna hvort varan sé í raun gæðavara? Er nóg að henda bara sama stimplinum á vörur ár eftir ár og krossa bara fingur um að verið sé að nota sömu vöruna og sömu efnin?
Þið getið líka ímyndað ykkur orðspor lýtalæknisins sem framkvæmdi þessar aðgerðir. Er það honum og hans störfum að kenna að hann fékk gallaðar vörur í mörg ár? Svo er önnur spurning, af hverju er þessi tegund púða ekki notuð í aðgerðum sem framkvæmdar eru á sjúkrahúsum en bara á einkastofum?
Margar spurningar - Fá svör...
Held ég sé búin að tapa mér nóg hérna í skrifunum en mér finnst gjörsamlega fáránlegt að íslenska ríkið ætli bara að taka upp veskið og borga. Ég sé á engan hátt hvernig það ber ábyrgð á þessu, svo ef þið gerið það, endilega upplýsið mig.
(Myndir fyrir þá sem nenna ekki að lesa)
Edda Rós púðapælari
Nei mér datt bara í hug að spyrja í kjölfar mikillar fréttaóreiðu um efnið. Þið vitið, PIP púðarnir-þessir einu sönnu. Gera brjóstin þín stærri og stinnari í nokkur ár en byrja svo að leka og gefa frá sér efni sem mjög líklega er skaðlegt. Púðarnir fara á spottprís. Standast allar gæðakröfur og eru gæðastimplaðir á öllum hliðum, að innan og utan.
WRONG!
Hvers lags eiginlega vitleysa er í gangi? Heyrði fyrst frétt um þetta um jólin þar sem greint var frá þessari tegund sílíkonpúða og að konur á Íslandi ættu ekkert að óttast þar sem þeir höfðu einungis verið notaðir í örfáum tilfellum. Í dag er komið í ljós að 440 íslenskar konur hýsa þessar fyllingar og sumar búnar að gera frá árinu 2000. Fjögur hundruð og fjörutíu konur! Einnig er búið að áætla að alls séu 300.000-400.000 konur í heiminum með sílíkon frá þessu viðurstyggilega fyrirtæki (PIP).
Nú fyrir stuttu greindi Velferðarráðuneytið frá því að ríkið muni borga ómskoðanir fyrir allar þessar konur (ef þær eru með sjúkratryggingu). Kostnaður upp á 5-6 milljónir. Ekki nóg með það, heldur mun ríkið einnig taka þátt í því að greiða fyrir þá aðgerð sem þær konur þurfa á að halda til að fjarlægja púðana ef kemur í ljós að þeir leka. RÍKIÐ?! Þannig að ef við leggjum þetta á köldu silfurfati beint á borðið þá eru okkar skattpeningar að fara í að greiða fyrir svindl fransks fyrirtækis sem varð gjaldþrota árið 2010 og stofnandinn er eftirlýstur af Interpol. Frábært! Ég er viss um að ríkið hafi ekkert betra við þennan pening að gera en að fleygja þeim í ómskoðanir og sílíkon-fjarlægingar-aðgerðir. Það er lítið búið að gerast í efnahagsmálum síðan í hruninu og ríkið enn með hálfgert harðlífi þegar kemur að ríkiskassanum. Þetta er því frábær viðbót og gefur þjóðinni skýr skilaboð um hvað sé mikilvægt og hvað ekki.
Ókei nú eru sumir eflaust fjúríus og áður en þið springið vil ég hafa eitt á hreinu. Ég get vel skilið þær konur sem „lentu“ í þessu (95% þeirra í fegrunarhugleiðingum þó) að vilja ekki þurfa borga fyrir gallaða vöru, auðvitað ekki! Ég er líka viss um að þær sem eru með þessa púða í sínum líkama vilja losna við þá strax, sama hvort þeir leki eða ekki, fjandinn hafi það!
En hver á sökina? Hver ber ábyrgðina? Ekki reyna að segja mér að íslenska ríkið geri það!
Ef ég fæ mér tattú og í ljós kemur að í blekinu séu eiturefni, á íslenska ríkið þá að borga fjarlæginguna? Er það ekki framleiðandi efnisins? Í tilfelli PIP er erfitt að láta þá borga brúsann, þar sem fyrirtækið er gjaldþrota en eftirlitsaðilarnir voru algjörlega sofandi á verðinum. Eru þeir þá ekki skaðabótaskyldir?
Lýtalæknirinn sem notaði þessa púða var grunlaus um að þeir væru gallaðir. Hann flytur þá inn í þeirri trú að þeir séu í raun með gæðastimpil. Púðarnir voru það og meira að segja frá eftirlitsstofnunum innan Evrópusambandsins.
En hvað gerðist þá? Hvar liggur hundurinn grafinn?
Jú, hann liggur hjá þessum eftirlitsaðilum. Fyrirtækið PIP hætti að nota sílíkonið sem það fékk gæðastimplað og ákvað að breyta yfir í einhvers konar iðnaðarsílíkon. Falsað og gallað skítafyrirtæki. En... er það ekki hlutverk eftirlitsaðila að kanna hvort varan sé í raun gæðavara? Er nóg að henda bara sama stimplinum á vörur ár eftir ár og krossa bara fingur um að verið sé að nota sömu vöruna og sömu efnin?
Þið getið líka ímyndað ykkur orðspor lýtalæknisins sem framkvæmdi þessar aðgerðir. Er það honum og hans störfum að kenna að hann fékk gallaðar vörur í mörg ár? Svo er önnur spurning, af hverju er þessi tegund púða ekki notuð í aðgerðum sem framkvæmdar eru á sjúkrahúsum en bara á einkastofum?
Margar spurningar - Fá svör...
Held ég sé búin að tapa mér nóg hérna í skrifunum en mér finnst gjörsamlega fáránlegt að íslenska ríkið ætli bara að taka upp veskið og borga. Ég sé á engan hátt hvernig það ber ábyrgð á þessu, svo ef þið gerið það, endilega upplýsið mig.
(Myndir fyrir þá sem nenna ekki að lesa)
Edda Rós púðapælari