22 January 2012

Bakkalár

Hæ, þetta er bara ég. Edda Rós viðskiptafræðingur með Bakkalár gráðu í viðskiptafræði. Djók, ég er ekki svona bilaðslega stolt af titlinum. 

Jú fjandinn, auðvitað er ég það. Enn fyndnara finnst mér þó að Bachelor gráða sé þýtt sem Bakkalár gráða. Minnir mig á ekkert annað en Bacalao á spænsku sem þýðir saltfiskur. Þannig tæknilega séð, ef það hefði verið Spánverji í útskriftinni í gær, þá hefði hann haldið að við útskriftarnemar værum öll saltfiskar...interesting!

Athöfnin gekk heldur betur vel fyrir sig þar sem Jón Jónsson kom lífi í gesti-og svo sannarlega. Hann er einn sá besti performer sem ég hef séð. Ömmur og afar voru farin að smella saman fingrum eins og enginn væri morgundagurinn.

Dagurinn og kvöldið var yndislegt. Við fjölskyldan fórum á Grillmarkaðinn og fengum dýrindis mat. Þjónustan var framúrskarandi á allan hátt og my oh my var staðurinn guðdómlega fallegur! Ég átti ekki auðvelt með að halda uppi samræðum við fólkið þar sem ég var svo upptekin af því að skoða úr hverju þetta og hitt var, afhverju veggirnir voru stuðlaberg, afhverju vaskurinn inni á klósetti var úr grjóti o.s.frv. Þangað fer ég sko aftur...og aftur!

Kvöldið endaði svo með mörgum af mínum bestu í trylltum dansi.



Sáttur Saltfiskur


Mamma og Pabbi


Amma og Afi


Ástrós og Birkir


Amma og Mamma


Saltfiskur sem elskar myndatökur


Ég með ma og pa

Takk elsku þið sem gerðuð daginn minn og kvöldið eftirminnilegt!

x

20 January 2012

Byrjar á Út og endar á skrift


Einmitt sem ég ætla að gera á morgun. Slaka á og útskrifast. 
Basic laugardagur!

Ákvað að sleppa veislustússi og fara í staðinn út að borða með familíunni á Grillmarkaðinn. Hlakka mikið til að prófa þann stað (og enn spenntari fyrir innanhússhönnuninni).

BSc úr viðskiptafræði - tomorrow you'll be mine!
Sé vonandi einhver ykkar svo annað kvöld í borg höfuðsins.

Edda Rós soon to be viðskiptafræðingur

19 January 2012

Light bulbs keep falling on my head

Um daginn var ég að reyna gefa misgagnlegar og gáfulegar ráðleggingar um val á lýsingu. Rússaperurnar góðu bárust í tal og ég get sagt ykkur það, að þess konar lýsing er alls ekkert af hinu slæma, ef rétt er farið með þær.

Hér eru myndir, máli mínu til stuðnings:




Þetta finnst mér ótrúlega smart ljós, veit ekki með inní svefnherbergi samt en allavega í stofunni/borðstofunni/sjónvarpsholinu.


Hrikalega töff í tölvuherbergið!


Krúttlegt...


Passar vel á skrifstofuna. ATH sjáiði einnig lampana við rauða sófann (Table Gun Lamp)? Philippe Starck snillingur!


Fallegt yfir langborði eða skenk.


Svo er auðvitað hægt að „quick-fixa“ þetta með því að skella bara límmiða í loftið. Hræðilega ljótt verð ég að segja...

Edda Rós rússapera

18 January 2012

Glingur sem mér þykir vænt um

Ég á fjöldann allan af hálsmenum. Flest þó sem ég fékk á yngri árum og of mörg þeirra eru úr gulli. Það kemur sér ekki nógu vel þar sem silfur hentar mér mun betur og mér finnst ég þurfa að vera eldri til að hrífast af gulli, kannski er það bara ég.

Hálsmenin sem ég hef gengið með síðustu ár eru 2, mér þykir vænt um þau þar sem bæði hafa ákveðna þýðingu fyrir mig.

Annars vegar er það engillinn frá Aurum:


Fyrra eintakinu var reyndar stolið af mér þegar ég bjó í Mílanó (þar sem ég asnaðist til að geyma hann í veskinu einn góðan veðurdag) en þá fékk ég annan, sem lifir enn hérna hjá mér.

Hins vegar er það rúnahálsmenið frá Alrún sem merkir Creation eða Sköpun:


Núna langar mig að fara bæta í safnið. Sá svo fallegt hálsmen um daginn sem ég held að gæti unað sér vel um hálsinn minn. Fæst ekki hér á landi (gleðiefni út af fyrir sig svo sem) en hægt að panta það á netinu og til í gulli og silfri. Silfur it is! 

Svona lítur það út:



Til bæði lítið og stórt. Finnst bæði jafn falleg...

Edda Rós óskabein

17 January 2012

Fashion Forward

Ég bloggaði um þessa fyrir ekki svo löngu síðan:


Fór svo til Edinborgar og keypti mér þessa fyrir sumarið:


Sá svo hinn ofursvala Idris Elba klæðast þessum á Golden Globes:


Dálítið grófir en Elba er töffari, sama hverju hann klæðist. Ég er viss um að hann gæti látið náttslopp lúkka!


Skemmtilegur karakter sem er bæði leikari og DJ og verður hvorki meira né minna en fertugur í ár. Sumir ná bara að halda kúlinu lengur en aðrir. Ekki frá því að hann hafi lesið bloggið mitt um skóna og sagt við stílistann sinn: I want those!

Endilega tékkið á honum í þáttunum Luther (voru sýndir á Rúv). Bíð spennt eftir að (vonandi) þriðja sería komi út.

Idris Elba for the win!

ER

16 January 2012

ZzZzZzZz...

Golden Globe hátíðin var haldin í gær. Verðlaunin hafa auðvitað sitt mikilvægi en það sem ég var örlítið spenntari fyrir voru kjólarnir sem dömurnar klæddust.

Þvílík og önnur eins vonbrigði segi ég nú bara!

Þeir voru lang flestir svo ótrúlega boring og fyrirsjáanlegir að ég átti ekki til orð. Það voru 3 kjólar sem mér fannst bera af öllum hinum en í þá voru klæddar: Reese Witherspoon, Sofia Vergara og Jessica Biel. Kannski það hafi verið tilviljun að hönnuðir þessara kjóla eru allir í miklu uppáhaldi hjá mér. Eða kannski eru þeir (hönnuðirnir) bara langflottastir yfirhöfuð!

Við erum sem sagt að tala um Elie Saab, Vera Wang og Zac Posen - til hamingju, þið eruð snillingar!


Jessica Biel - Elie Saab (all-time favorite)


Reese Witherspoon - Zac Posen


Sofia Vergara - Vera Wang (hönnun hennar er svo klassísk og kvenleg, love it!)

Elie Saab kjóllinn finnst mér fallegastur, þó svo gagnrýnendur segi hann vera eins og ömmudúk. Ekki sammála, en sem betur fer höfum við öll mismunandi skoðanir.

Samt sem áður verð ég að segja að kjólarnir þetta árið voru ansi óspennandi og mikil vonbrigði.

ER

15 January 2012

A heart you wouldn't want to break...

Ég heillast mikið af hönnun sem fær innblástur sinn úr mannslíkamanum. Nýjasta nýtt er vasinn „Ventricle Vessel“ eftir Eva Milinkovic. Líffærið hjartað er kannski ekki eitthvað sem mörgum finnst fallegt í laginu (og kjósa heldur hið symbolíska hjarta  sem mér finnst persónulega of einfalt og týpískt) en það er eitthvað sjarmerandi við þennan blóðpumpandi vöðva sem ég get ekki útskýrt.

Þess vegna þætti mér afar fallegt að hafa eitt stykki svona vasa á mínu heimili (þó svo ég myndi ekkert endilega troða blómum í hann, hann er nógu fallegur einn og sér).


Ventricle Vessel - Eva Milinkovic

Hér fyrir neðan er svo önnur útgáfa af hjartalaga vasa sem mér finnst þó ekki eins falleg.


Flower Pump Heart Shaped Vase - Veneridesign Studio

Hver þarf blóm þegar hann á svona vasa?

ERST

13 January 2012