Hey kids, ég ætla gefa ykkur smá update þegar ég kemst á netið, bæði svo þið getið ímyndað ykkur að vera í útlöndum (leyfi ykkur að lifa í gegnum mig) og svo ég geti skráð minningar fyir sjálfa mig. Er að skrifa þetta í símanum svo ég ber enga ábyrgð á stafsetningavillum whatsoever (hata þær samt).
Komum til NY í gærkvöldi og gistum á hóteli í Jamaica hverfinu sem er víst ágætlega vafasamt. Fengum mysterious bank á hurðina en enginn sem ætlaði að ræna okkur... Klukkunni hér í USA var breytt í gær svo það eru 4 tímar á milli. Við vorum svo fullar af orku að við vöknuðum klukkan 5, halelúja! Duttum í sjónvarpsmarkaðinn (heilsusamlegar) og erum báðar búnar að panta brazilian buttlift á DVD (told ya, allt fyrir heilsuna).
Buttlift píurnar biðja að heilsa, förum að tía okkur uppá flugvöll og til Miami-sigling á morgun babies!
Edda Rós og Hrönn las brazilianas
11 March 2012
09 March 2012
Tomorrow, tomorrow, I love you, tomorrow...
Og þá er komið að því - loksins!
Ævintýraferðalagið hefst á morgun og heldur betur ferðalag get ég sagt ykkur. Keflavík -> New York -> Miami -> Key West -> Cozumel -> Miami -> New York -> Keflavík.
Solid.
Er í pakkningarstússi og herrejisses hvað það er hrikalega leiðinlegt að pakka í ferðatösku, eitt af því leiðinlegra sem ég geri (við skulum ekki fara út í gjörninginn að taka UPP úr töskunum...)! Það tekur mig líka um sólarhring að fullkomna pökkunina því ég er alltaf að tína til eitt hér og eitt þar. Úff...
Þetta er það eina sem er komið eftir daginn. Hi5 Edda Rós!
Nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér að ferðast (til USA allavega).
Bikiní 1 af 2. Hlakka til að fá nýju frá VS.
Trademarkið mitt í ferðinni...djók.
Og síðast en ekki síst, einn fínn síðkjóll (svona þegar tanið er farið að bera árangur).
Jæja, þá er bara að fara pakka þessu hefðbundna og leiðinlega...
Bæ elskurnar, fariði vel með snjóinn - ég ætla fara vel með sólina!
Ykkar,
Edda Rós
P.s. Það er wi-fi á skipinu og ég reyni nú að vera almennileg og henda inn e-m myndum hingað inn.
Eða ég sé til.
One love
07 March 2012
Suck up...
Ókei it's official. Ég á besta bróður í heimi!
Haldiði ekki að hann hafi reddað litlu systur sinni svona svakalega...
Mikið er ég heppin - Takk elsku Ragnar!
x
Þessir verða mínir!
Nú má sumarið koma...
ER
06 March 2012
Wanting them shoes...
Það er óþolandi að ætla kaupa eitthvað og það er ekki til í þinni stærð! Þegar það kemur að fatnaði, þá er oft hægt að fara upp eða niður um eina stærð, en þegar kemur að skóm er það dálítið erfiðara.
Þá reddar maður sér! Eða...ætlar allavega að gera það, þar til það poppar upp gluggi sem segir: You're transaction could not be processed (BECAUSE YOU LIVE IN ICELAND, the middle of nowhere).
Ókei, ég er ekkert pirruð - lofa. Eða þið vitið...
Þá er gott að eiga góða að sem búa erlendis, þarf bara núna að fara í smá mission.
Þetta er missionið mitt. Ég verð að fá þessa skó. Sumarið verður ekki eins án þeirra. Elsku Edinborg, svaraðu kallinu.
Svo held ég að ég hafi orðið tískunni að bráð (takk fyrir það Elin Kling) því mig langar í oddmjóa háhælaskó til að nota við þröngar uppbrettar gallabuxur. That's what I said...
Eina venjulega og klassíska.
Og eina sem öskra sumar.
Ef það væri eitthvað sem ég þyrfti að lifa á...þá væru það skór.
Yfir og út,
ER
05 March 2012
A new episode...
Alltaf er ég með einhverja þætti í gangi. Svo fara allir þættirnir á sama tíma í pásu og hvað gera Danir þá?
Jú, finna sér nýja þætti. Enn betra er að byrja að horfa á þætti sem eru löngu komnir út og því enn meira sem bíður manns - win!
Ég er búin að vera dugleg að byrja á nýjum þáttum undanfarið og langaði að segja ykkur að tékka á The Killing, bandarísku útgáfunni af dönsku þáttunum Forbrydelsen.
Ásamt þeim er ég nýbyrjuð á The Wire, sem lofa mjög góðu, Homeland og Breaking Bad. Svo er bara málið að forgangsraða...
ER
03 March 2012
Makin' some wishes and bringin' good karma...
Alla leið frá Kaliforníu...
Armband
Hálsmen
Armband sem á að gefa gott karma (heilagur sannleikur) og óskabeinshálsmen. Þetta óskabein er aðeins fallegra en það sem finnst í kjúklingunum...hef þ.a.l. meiri trú á því.
Það er aldeilis að lánið ætti að leika við mig í náinni framtíð!
ER
02 March 2012
Keep up
Var kynnt fyrir þessum fyrir einhverju síðan. Hann Gambino á nokkur góð lög og textarnir hans eru dálítið vafasamir en samt sem áður frekar fyndnir.
Þetta lag sérstaklega minnir mig á góða tíma og er tilvalið fyrir svefninn...
...góða nótt.
x
01 March 2012
Wanted
Guðdómlega fallegir bolero jakkar!
Tilvaldir fyrir sumarið dömur mínar...
Ekki frá því að guli heilli mig meira. Það eru nú einu sinni að koma páskar!
ER
Subscribe to:
Posts (Atom)