14 April 2012

New In

Naglalakkstískan í sumar á víst að samanstanda af nude litarófinu. Ég ákvað því að taka þeirri fullyrðingu bókstaflega þegar ég var úti og splæsti í einn lit frá henni Sally Hansen, Nude Now.


Lúkkaði ekkert alltof vel í glasinu en á maður nokkuð að dæma bók af kápunni?


Liturinn.


Hvað get ég sagt? Fín tilbreyting en þessi litur er frekar furðulegur. Mér líður semi eins og neglurnar mínar séu bara framlenging á húðinni, en kannski er þetta bara eitthvað sem þarf að venjast?

ER

12 April 2012

Week 4 and 5-Days number 1

Það er smá búið að vera ýta á eftir mér með að henda inn gengi mínu í 10 km hlaupinu...eða allavega leiðina að 10 kílómetrunum. Ég er langt í frá hætt að hlaupa en tók þessa ágætu pásu þegar ég var úti.

Nú er ég byrjuð á 5. viku og hlutirnir ganga...hægt, en þeir ganga. Ákvað að skrá mig á Metabolic námskeið sem byrjaði í gær og ég er viss um að það komi til með að hjálpa hlaupunum helling. Aukinn styrkur, aukið þol og aukið heilbrigði. Win-Win!

Sem sagt, 1. dagur í viku 4 hljómar svo:
5 mín upphitun - 3 mín hlaup og 2 mín labb - 4 mín hlaup og 3 mín labb - 3 mín hlaup og 2 mín labb - 5 mín cool down.

1. dagur í viku 5 var svo svona:
5 mín upphitun - 5 mín hlaup og 3 mín labb - 6 mín hlaup og 3 mín labb - 5 mín hlaup - 5 mín cool down.

Nú fara hlutirnir að gerast get ég sagt ykkur!

-reasonstobefit-

Ég er ekki alveg búin að vera henda inn áhugaverðustu bloggunum undanfarið en ég lofa ykkur því að það fer að breytast. Bara mikið í gangi og heilinn minn er að brainstorma um svo marga hluti, þyrfti kannski að henda því bara í eina færslu!

Pís out homies!

ER

06 April 2012

Lunchin'

Gott, gott, gott!


Frosin jarðaber, ananas og spínat, eitt stk banani og morgunsafi. Bætti við haframjöli þennan daginn sem gerir boostið aðeins orkumeira og fyllir magann betur.

Buon appetit!

P.s. Mjög gott í magann eftir útihlaup.

ER

04 April 2012

"The best way to predict the future is to create it"


Ég ákvað í gær að fara á námsstefnuna sem Brian Tracy hélt í Háskólabíói. Hún var allan daginn, eða frá 09:30-17:00 í fullum sal. Það er ótrúlegt hvað orð eins manns getur gefið mikinn innblástur og haft mikil áhrif.


Ég er alveg viss um að það eru e-r þarna úti núna sem telja þetta algjöra þvælu og „hvað maðurinn sé eiginlega að gera með þessum heilaþvotti“. Eitt get ég sagt ykkur, og það er að ég er 90% viss um að hann sé meira successful en allar þessar efasemdaraddir. Hann hefur sjálfur stofnað fleiri en 100 fyrirtæki og er ráðgjafi margra toppstjórnenda í USA. Hann er allavega nokkuð viss um hvað það sé sem veldur þinni eigin velgengni.





Já það er ýmislegt í þessu. Ekkert nýtt undir sólinni, en samt hlutir sem er gott að minna sig á öðru hverju.
Með því að skilgreina markmiðin mín betur fékk ég allavega skýrari mynd yfir það sem ég ætla að gera í mínu lífi. Sumt kom mér skemmtilega á óvart...

Hlakka til að fara vinna í sumar, fljúga til USA og kaupa mér bækur eftir manninn.

Success, watch out...I'm coming to get ya!

Edda Rós

02 April 2012

„Þú getur gert, átt og afrekað allt sem hugur þinn girnist."

Þetta eru orð eins fremsta fyrirlesara í heimi, Brian Tracy.

Hann er staddur á Íslandi akkúrat núna og ég fór á fyrirlestur hjá honum á Ásbrú í dag. Fyrirlesturinn tók aðeins 1,5 klst en mikið ofboðslega sem manninum tókst að koma mikilvægum skilaboðum til skila!

Hann er með námsstefnu í Háskólabíói á morgun og mig langar ótrúlega mikið að fara en það eru allir busy. Ég sé til hvort ég nenni ein. Þetta er allavega tækifæri sem maður á ekki að láta framhjá sér fara...



Hann er algjört krútt maðurinn og dálítill brandarakall.

Á ég, á ég ekki?

01 April 2012

Í dag er...





Eina sem þarf er góð tónlist (og nokkuð gott skap).

Let's do this!

30 March 2012

Thousand miles seem pretty far...




Mig langar að hoppa upp í flugvél, þó það væri ekki nema yfir helgina!


Góða helgi elsku þið.

x