19 May 2012

Laundromat


Kíktum eitt gott miðvikudagskvöld á Laundromat. 


My Chai!


Sátt með mitt.


Alltaf gott að hitta þessar elskur.

ER

18 May 2012

Helgarskemmtun

Svona eyddi ég föstudagsmorgninum mínum...
...Jaxlataka takk fyrir.
Jess!
Maturinn minn næstu daga. Mér sem er mjög illa við verkjalyf...

Jahá, eftir að hafa frestað þessari aðgerð ca. 8 sinnum ákvað ég að drífa þetta bara af. Til hvers erum við samt með endajaxla ef flestir þurfa að láta taka þá?

Hann Júlíus og aðstoðarkona hans voru ekkert nema faglegir snillingar. Ég var orðin svo stressuð fyrir þessu en þetta var svo pínulítið mál eftir allt saman. Fann ekkert til og var með bros á vör (miðað við hversu mikið það er hægt með opinn munn) allan tímann. Svo þakkaði ég honum í gríð og erg fyrir að hafa gert þetta svona snilldarlega haha! Sögurnar sem ég er búin að heyra af svona aðgerðum eru því ekki sannar, þið hin sem þorið ekki að fara! Drífa sig í stólinn.

Dagarnir eftir aðgerð eiga samt að vera allt annað en himnasæla og ég er aðeins farin að kíkja þangað núna...en fyrir mig sem tekur aldrei verkjalyf eru 1 íbúfen og 2 paratabs alveg að gera góða hluti.

Ji, ég er svo ánægð með þetta allt saman!

Góða helgi yndin mín, 

kv.
Pollýanna!

16 May 2012

Sun is shining...

Svona er sólin fyrir utan hjá mér núna!


Dio mio hvað þetta fyrir aftan er spennandi...ég er forvitin!

ER

14 May 2012

Goal setting

Er ekki kominn tími á að setja sér markmið fyrir sumarið?




Spurning um að kíkja í yoga? Nú eða bara dusta rykið af armbeygjunum (sem mér þykir alls ekki vænt um!).

Sýni ykkur svona myndir í lok ágúst (eehh)

ER

Vogue í nýju ljósi

Tímaeyðsla og dund par exellans!

Inge Jacobsen er nú meiri snillingurinn. Man hvað ég elskaði að gera krosssaum í grunnskóla. Kannski ég ætti að rifja upp fingrafimina?




Talandi um snilling!

Hvað segiði, eruð þið nokkuð óþolinmóð?

ER

13 May 2012

Malla Johansen

Þetta finnst mér skemmtileg viðbót við fatahönnunarflóru landsins. Gleður mig líka mikið að þær nota gæðaefni í hönnun sína, þar sem ég hef ekki orðið vör við það hjá öllum íslenskum hönnuðum. Silki og leður í aðalhlutverki - gerist það betra? Það er ákveðinn rómantískur keimur með töffaraskapnum í leðrinu.



Mjög hrifin af þessari jakkakápu.



Elska þessar buxur!

Miðað við fyrstu lookbókina finnst mér þetta lofa góðu. Elegant og fágað. Heyrði að sumir væru ekki sáttir með allan þennan svarta lit, en þvert á móti tek ég honum fagnandi. Svartur segir ekkert annað en elegance og klassi (að mér finnst og greinilega fleirum).
(Myndir fengnar að láni á heimasíðu Malla Johansen, hér)

Bíð spennt eftir what's to come!

Vel gert!

ER


12 May 2012

Happy Birthday

Afmæli í kvöld sem ég ætla að njóta með mínum bestu!


Er maður ekkert orðinn gamall þegar kærastar vinkvenna minna eru að komast á fertugs aldur?

Nei, seeeeegi svona!

Gleðilegan laugardag.

ER

10 May 2012

Í vel lyktandi og mjúku skinni finnst mér best að vera

Hey kids, ef þið eigið leið í búð sem selur Australian Gold vörurnar þá mæli ég 100% með þessu rakakremi frá þeim:


Ég féll í yfirlið af þessari yndislegu lykt og var í sæluvímu það sem eftir lifði dags. Ég er fanatic á góðar lyktir og ég er að segja ykkur það, ég er viss um að himnaríki lykti svona. Bíð spennt þar til ég get farið inn á Google Smell og flett upp hinum ýmsu lyktum. Þetta hljómar eitthvað perralega...
...anywho, tékkið á þessu!

Græðgin í mér sætti sig náttúrulega ekki við einn brúsa heldur varð ég að prófa upgrade-uðu týpuna, sem er með smá brúnku í, svipað og Dove og Jergens og þessi krem. Þessi týpa lítur svona út:


Lyktin er mjög góð (ekki þó eins góð og af venjulega body-lotioninu) en ég sá lítinn árangur á húðlitnum. Kannski þarf ég að skoða þetta eitthvað betur.

Efast um að Australian Gold fáist á Íslandi, það væri þá aðallega sólarvörnin held ég. En ef þið eigið séns á að nálgast þetta í útlandinu, go for it!

Það er jú fátt betra en að lykta vel!

ER