Næturflug í kvöld til Parísar. Reyni alltaf að leggja mig fyrir þessi flug en alltaf þegar ég þarf að leggja mig yfir daginn þá virðist það e-n veginn ómögulegt. Aftur á móti þegar ég sé rúmið mitt í hyllingum og veit fátt betra en að kúra mig ofan í sæng, þá er enginn tími til þess. Var að vakna við símtal eftir 30 mínútna lögn og gat ekki sofnað aftur, heldur fékk ég þessa svakalegu löngun til að fara út að hlaupa. Er það bara eðlilegt? En mér veitir ekkert af þannig damn straight að ég ætla að nýta mér þessa löngun!
Sé ykkur í nótt ef þið eruð á leið til/frá París.
Au revoir!
Ég og elsku Anna María æskuvinkona á leiðinni í fyrsta morgunflug sumarsins.
ER