07 June 2012

Loving your job!

Næturflug í kvöld til Parísar. Reyni alltaf að leggja mig fyrir þessi flug en alltaf þegar ég þarf að leggja mig yfir daginn þá virðist það e-n veginn ómögulegt. Aftur á móti þegar ég sé rúmið mitt í hyllingum og veit fátt betra en að kúra mig ofan í sæng, þá er enginn tími til þess. Var að vakna við símtal eftir 30 mínútna lögn og gat ekki sofnað aftur, heldur fékk ég þessa svakalegu löngun til að fara út að hlaupa. Er það bara eðlilegt? En mér veitir ekkert af þannig damn straight að ég ætla að nýta mér þessa löngun!

Sé ykkur í nótt ef þið eruð á leið til/frá París.

Au revoir! 


Ég og elsku Anna María æskuvinkona á leiðinni í fyrsta morgunflug sumarsins.

ER

04 June 2012

Weak when it comes to shoes

Hún heitir Ruthie Davis og er frá USA. Hún hannar skó sem eru decidedly sexy. Ruthie byrjaði hjá Reebok en færð sig svo yfir til UGG og gerði þá skó að tískuvöru (ekki hverjum sem er sem tekst að koma þessum ófögru skóm í tísku). Setti fyrstu línuna sína á markað árið 2006 og vinnur mikið með ný efni og litagleði. 

Persónulega finnst mér skórnir hennar einu númeri of framúrstefnulegir en það er eitthvað við þá sem ég heillast að. Ég ætla reyndar bara að láta mig dreyma um eitt par þar sem það kostar á við handlegg og nýra en kannski einn daginn?

Smá brot:









Hollywood stjörnurnar sjást í skónum hennar í gríð og erg, enda útgjöldin fyrir þær svipað og að kaupa sér jógúrtdollu fyrir okkur.

Hvað finnst ykkur?

ER



It feels like summer

Þetta krútt er að halda mér í dágóðri fjarlægð frá tölvunni þessa dagana. Þið vitið hvert þið kíkið þegar kemur rigning!

Er allavega búin að taka heilan helling af myndum sem ég ætla deila með blogginu næstu daga.

Hvernig er það, er fólk virkilega farið að tala bara í LOL-um, YOLO-um og LMAO-um?

Ég bara get ekki vanist því að heyra einhvern tala og allt í einu poppar LOL í endann á setningu...á þetta að venjast?

ER

30 May 2012

Think outside of the box

Eins og þið öll vitið sem þekkið mig gleður fátt meira en falleg hús og falleg hönnun. Vanalega er ég ekki mjög hrifin af hönnun/arkitektúr þar sem hönnuðurinn/arkitektinn hefur dottið í einhvern flippgír en það er eitthvað við þetta hús sem lætur vorlaukana blómstra og sólina skína.

Þessi hugmynd er brilliant og ég gæfi mikið fyrir að fá að kíkja einn hring. Það er ekki nóg með útlitið, heldur er húsið staðsett á einni eyju Bermúda. Uuu jájá ég skal kíkja!

Bernardo Rodrigues, þú ert snillingur. Takk fyrir að hafa skemmtilegt hugmyndaflug. Þú býður mér kannski með næst!




Myndir fengnar í óleyfi frá Dezeen

Þetta er kannski ekkert alveg praktískasta hönnunin í bransanum en hlutirnir mega líka vera skemmtilegir stundum.

P.s. mig langar 2x í viku að fara læra arkitektúr............en er það nóg?

ER

28 May 2012

Annar í Hvítri Sunnu

Já annar í sunnu í dag var sko ekki hvítur! Sú gula skein heldur betur skært og það hrúguðust inn myndir á facebook og instagram sem gáfu til kynna að fólk hafði notið dagsins vel. Gerði einmitt það sama - í Bláa Lóninu. Það bættust nokkrar freknur í fjölskylduna en samt gerði sólarvörnin nokkuð góða hluti.
ER

23 May 2012

Ugly shoes volume III

Mér finnst svo lúmskt gaman að skoða ljóta skó. Þá meina ég eiginlega ljóta as in hrikalega.

Nasty gal veldur mér aldrei vonbrigðum á því sviði (en að sjálfsögðu má finna þar fallega skó líka).


Hej!


Það er eitthvað við þessa skó sem segir Dora the Explorer...veit ekki hvað samt.


Kúreki á krakki.


Ég bara...á...ekki orð.


Indíánasandalar á hælum?


Somewhere over the rainbow   ♩ ♩ ♫ ♪  


Húsgagn í háska.

ER

22 May 2012

Home is where the heart is...

Í dag endurheimti ég aftur foreldrana og ömmu frá Edinborg þar sem þau voru í heimsókn hjá Ragnari bró og Ester mágkonu. 

Þá hendir maður í eina Döðlubombu ekki satt? Eða Datebomb ef við viljum ameríkanisera kökuna, ho ho!
Vissuð þið að það er hrikalega góð lykt af soðnum döðlum?
Deigið ready!
...og kakan að lokum. Eins og ég hef áður sagt þá er ég ekkert alveg sú myndarlegasta í eldhúsinu og muniði krakkar mínir að útlitið er ekki allt (því kakan bragðaðist svakalega vel þó ég segi sjálf frá og þó hún líti út fyrir að hafa semi lent í hvirfilbyl).
Le chef með svuntu og allt (og bólgan eftir jaxlatökuna búin að minnka helling). Hæ!

ER

P.s. Þar sem þetta er ekki matarblogg þá ákvað ég að sleppa öllum slaufum og dúlleríi við myndirnar, ókei? Bæ.