10 December 2011

...

My head says, 
"Who cares?"
But then my heart whispers, 
"You do, stupid...


He strikes again...

Það virðist vera nóg að gera hjá honum Ólafi Elíassyni sem hannaði hina umdeildu Hörpu. Það má segja að maðurinn kunni sitt fag svo sannarlega og nú var hann að hanna höfuðstöðvar Kirk Kapital í Vejle, Danmörku.

Skemmtilegt hvernig hann lætur bygginguna rísa úr sjónum (svipað og Hörpuhugmyndin).

Klár er hann karlinn!





Myndir: Dezeen.

ERST

09 December 2011

¡Bailamos!

Get ekki beðið eftir að fara dansa aftur eftir áramót. Það er engin lygi þegar sagt er að dansinn geti gefið manni mikið. Prufaðu bara!




Myndir frá BrynBallett sýningum. Góðir tímar...

"Dancing is like dreaming with your feet!"
-Constanze

ERST

Finito, Basta, No more...

Þá kom að því, við Írunn kláruðum ritgerðina í dag, þótt ótrúlegt sé. Skilin eru ekki fyrr en 20. desember þannig ég myndi segja að ég væri komin í ansi huggulegt og langþráð jólafrí. Nú er bara spurning hvað ég finn mér að gera, slappa af í 2 daga og hætti svo að nenna því.

Það var mikil einbeitingin uppi í HR í dag og mikil gleði með afraksturinn. Djöfull er ég stolt af þessu litla barni okkar, þó ég segi sjálf frá.


BZE24 var ekki að nenna í enn eina Rvk ferðina. Enda gaf ég henni pásu og fékk jeppann hjá daddy-o í láni, lúxus!


Brautin tók svo vel á móti mér...þessi elska!


Írunn besti ritgerðarpartner sátt með að þessu væri að ljúka...en ekki hvað.


Einbeitingin í hámarki. Stundum þarf maður bara að fara aðeins inn í tölvuna.

Þetta var víst hægt!

07 December 2011

...


Það er svo margt þessa dagana sem veitir mér innblástur. Ég get sjaldan sofnað á kvöldin fyrir endalausum hugsunum, heilinn minn mun springa einn daginn af overload-i. Ef ég myndi nú nenna að drullast til að skrifa þessar hugsanir á blað (eða pikka þær inn í tölvuna jafnvel) væri ég sennilega komin með nokkrar bækur í vinnslu. Mig vantar eiginlega bara lítið tæki sem skynjar hugsanir mínar og sér svo um að vippa þeim yfir í tölvuna. Sé fyrir mér krúttlegt tæki sem ég gæti plöggað heyrnartólum í. Heyrnartólin myndu nema e-r bylgjur frá heilanum, senda það í tækið og svo þegar ég vaknaði myndi ég tengja það við tölvuna með USB og sjá allt það gáfulega sem ég var að hugsa svart á hvítu í word skjali. Brilliant uppfinning ekki satt?

„Fyrir-svefninn“ hugsanir mínar eru þó sjaldan einhver meistaraverk en aldrei að vita nema ég fái einn daginn hugmynd sem breytir heiminum. Hver veit!


ER (nei, ekki læknavaktin)

06 December 2011

Snjókorn falla, á allt og alla

Er ekki komið nóg af snjó? Jörðin öll hvít og Reykjanesbrautinni svipar til snjóskafls. Þetta er komið fínt að mínu leyti, mætti alveg rigna næstu daga og hlýna smá. Svo má snjórinn kíkja aftur rétt fyrir jól. Takk kæri Jóli fyrir þetta, ég veit þú reddar þessu.

En það getur samt sem áður verið kósý að fara í smá snjógöngu og skoða jólaskreytingar, segi það ekki!






Grillugleði...

Annars er það helst í fréttum að ég er búin í prófum...ALVEG. Síðasta prófinu mínu í HR var að ljúka og það er mikil gleðin sem fylgir því (þrátt fyrir að prófið sjálft hafi ekkert verið nein gleði út af fyrir sig). 

Farin að gera eitthvað allt annað en læra!

Edda Rós GleðiGrilla

05 December 2011

Mig kitlar í útlönd...



Á ég? Á ég ekki? That is the question!

Búin að sitja við lærdóminn með vegabréfið fyrir framan mig og heimasíðu IE opna. Svakalegt tilboð sem þeir eru að bjóða til Köben, London og Berlínar. Mér er alveg sama hvert ég myndi fara, bara eitthvert í smá jólaútlönd, sjá hvernig aðrir skreyta og upplifa smá ys og þys. Tala nú ekki um heitt útlenskt kakó...  


Ætti samt að vera skynsöm og bíða með þetta, þar sem ég er á leiðinni til Edinborgar eftir áramót í heimsókn til Ragnars og Esterar og þarf að leggja lokahönd á eina BSc ritgerð...

....en mig langar svoooooo.

Kv. Palli

04 December 2011

This is just adiós and not goodbye...

Í dag, 4. desember, hefði minn elskulegi afi orðið 74 ára og í tilefni þess hlusta ég á uppáhaldslagið hans: Blue Spanish Eyes.


Ég og afi á 17. júní 1992/3.


Við systkinin með afa uppí sumarbústað. Ragnar með í gleðinni!
 
Afa Rúdda er sárt saknað...

Thorarensen jr.