29 February 2012

Ofmetin tíska

Það er ótrúlegt hvað frægt fólk getur náð miklum árangri í að auglýsa vörur/flíkur óbeint. 
Beyoncé ákvað að klæðast strigaskóm í myndbandinu sínu Love on Top. Gott og blessað!
Í ljós kom að þetta voru engir venjulegir strigaskór. Þeir eru hannaðir af Isabel Marant og eru með innbygðum háum hæl. 

Ekkert svo slæm hugmynd út af fyrir sig en guð minn almáttugur hvað það er búið að hype-a þessa skó!
Persónulega finnst mér þeir langt frá því að vera fallegir. Minna mig á geimskó og ég hugsa um moonboots þegar ég sé þá. 

Kannski er þetta bara eins og með annað sem kemur í tísku, eins og Jeffrey Campbell Lita skóna. Annað eins hafði ég ekki séð fyrst um sinn, en í dag hef ég vanist þeim betur. 

Ætli ég venjist þessum geimskutlum?





Svei mér þá, ég held bara ekki. Huge tunga, franskur rennilás og eitthvað sportlúkk sem mér líkar ekki nógu vel við.

Þeir seljast samt eins og heitar lummur!



Week 2-Day 1


Önnur vika hafin í hlaupinu og fyrsti dagur þessarar viku byrjaði á:

 5 mín upphitun
svo
18 mín æfing sem skiptist í 1,5 mín hlaup og 2 mín labb (4 sinnum) og svo 1 mín hlaup og 1 mín labb (2 sinnum)
svo
5 mín labb í lokin og teygjur.

Langar ekki einhvern að byrja?

ER

28 February 2012

Útskriftargleði

Helgin var snilld! Fór í útskriftarveislu hjá skötuhjúunum Heiðu og Hróari og partýin hjá þeim geta bara ekki klikkað.

Takk fyrir mig HH!

Ég var lítið í að taka myndir en fékk þessa án góðfúslegs leyfis Heiðu (geri bara ráð fyrir að það sé í lagi).


Heiða Rut-Edda Rós-Ellen Agata

x

26 February 2012

...

NBA All Star leikurinn

vs.

Óskarsverðlaunin

Hvernig dettur þessum Ameríkönum í hug að hafa þessa viðburði sama kvöldið?

Leikurinn í tölvunni og Óskarinn í sjónvarpinu. Problem solved.

Segiði svo að ég sé ekki multi-tasker!


24 February 2012

Feeling nostalgic

Það eru ákveðin lög sem eru tilvalin í að "set the mood". Ég er mikill aðdáandi Gullbylgjunnar og elska að hlusta á gömul lög sem ómuðu í útvarpinu þegar ég var yngri. Honey dudduddududduddu ohh sugah sugah...

...þið vitið hvert ég er að fara!

Heyrði þetta um daginn, væmið og krúttlegt. Ekta lag til að "set the mood" fyrir helgina þannig ég vil leyfa ykkur að hlusta með mér.

Al Green kann þetta!


Ég er alveg viss um að þið brosið núna út í annað og eruð komin í gott grúv.

Útskriftarveisla hjá Heiðu sálfræðisnillingi á laugardaginn þannig ég er spennt fyrir helginni. Vonandi eruð þið það líka.

xx

p.s. Þið afsakið enskuslettur hér og þar en mér fannst ég ekki getað þýtt "setting the mood" á flottri íslensku, gæti kannski verið að komast í gírinn? Æ nei, ég held mig við sletturnar.

Runnin' in the rain

Komst að því í gær að mig sárvantar hlaupajakka sem er 100% vatnsheldur. Mínir eru semi-vatnsheldir...eða eiga allavega að vera það. Held það sé lygi. Varð allavega rennvot eftir hlaup gærdagsins og með hroll það sem eftir lifði dagsins - brr!

Þessir mættu svo sem kíkja til mín. Tékka á þeim í USA eftir 2 vikur whoop whoop!
Styttist í þetta...




Æ ég veit ekki hvort ég sé þessi litaglaða týpa. Finnst þessi svarti fallegur og klassískur en ef ég ákveð að lita mig aðeins upp þá yrði þessi rauði fyrir valinu.

ERST

23 February 2012

Verðvitleysa

Í fyrrasumar keypti ég snilldargræju. Plastglas fyrir boostið svo ég gæti tekið það með mér á brautina (Reykjanesbrautina). Keypti þetta í hinni yndislegu Ameríku, þar sem allt er nú til. Glasið kostaði ca $8 og hefur nýst vel síðan. Því fylgir rör úr plasti sem er með einhvers konar písk (veit ekki hvort þetta sé rétta orðið, en það hljómar allavega fjandi vel) á endanum svo hægt sé að hræra upp í boostinu - oft veitir ekki af.

Þegar ég kem svo heim vaska ég það upp og voilá, tilbúið fyrir næsta-dags-boost.

Ég sá þessi glös til sölu í Byggt og Búið um daginn.
Þar kosta þau 2.499 kr!
$8 eru ca 1.000 kr þannig við erum að tala um meira en 100% hærra verð á Íslandi. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að á íslensku vöruna bætist sendingakostnaður og einhver innflutningsgjöld en komm on, eins og við segjum á góðri íslensku.



Glasið er líka til í fleiri litum...


Ég stórefa að ég myndi kaupa mér plastglas á tæpar 2.500 krónur. Núna þarf ég allavega ekki að hafa áhyggjur af því þar sem ég fékk mitt á tæpar 1.000 krónur.

Schnilld!

22 February 2012

From couch to 10K

Nýjasta appið í símanum mínum kemur vonandi til með að vekja mikla lukku.

Þekki engan sem hefur prófað þetta þannig ég ætla að taka að mér að vera tilraunadýr.
Þetta á sem sagt að þjálfa þig upp í að geta hlaupið 10 km án vandræða. Það besta er að það geta allir nýtt sér þetta, sama hvort þeir eru byrjendur eða ekki.


$2.99 fyrir 10 km?
Gjöf en ekki gjald!

3 dagar á viku í 14 vikur, spurning hvort þolinmæðin mín höndli það.

Let's do this!

UPDATE: Week 1-Day1. Fyrsta æfingin var mjög basic og ætti að vera fín fyrir byrjendur. Hún samanstendur af 5 mínútna upphitun (rösk ganga), 15 mínútna hlaupi og labbi til skiptis (1 mín hlaup og 1,5 mín labb) og að lokum fara 5 mínútur í að kæla sig niður (með röskri göngu) og teygjur. Nice and easy.
Hef ákveðið að vera með update í hverri viku, en bara fyrsta æfingadaginn (þeir eru 3 á viku) til að leyfa ykkur að fylgjast með og vonandi hvetja e-n þarna úti!