26 February 2013

Growing up too fast...

Þessi litla skotta átti afmæli í síðustu viku. Djísus hvað tíminn líður alltof hratt. Mér finnst nú ekkert hafa verið svo langt síðan ég hélt á henni pínulítilli og var að velta því fyrir mér hvort ég vildi nú eiga þessa litlu systur eða ekki. En sem betur fer valdi ég rétt!


Þetta afmæliskort er ein mesta snilld sem ég hef séð. Hún er sem sagt að læra lífefnafræði og auðvitað fékk hún viðeigandi kort frá skólastelpunum, lúði hvað!


Við systur eigum okkar góðu stundir...


ER

25 February 2013

Come to Mama!

Ókei ég er meira en ástfangin...af kjól.

Eðlilegt?


Þetta er einn fallegasti kjóll sem ég hef séð. Ég er bara orðlaus!

ER

24 February 2013

Bugun

Þetta er það sem ég er að gera akkúrat núna. 

Let me rephrase...Þetta er það sem ég ætti að vera gera akkúrat núna.


Miðannarpróf í skólanum í vikunni og þar sem öll þessi athygli sem átti að fara í lærdóm jafnt og þétt síðustu mánuði lét ekki sjá sig, þá er best að taka helgina bara í þetta. Málið er bara að núna er ég búin að taka til í myndunum mínum, finna nýja tónlist, blogga (allt fyrir ykkur) og skoða árshátíðargreiðslur.

Ég læri í hálftíma og tek mér pásu í klukkutíma. Ætti þetta ekki að vera akkúrat öfugt?

Framboð, eftirspurn, verðteygni, tengisala, jaðarkostnaður og fleiri upplífgandi hugtök á sunnudegi.

Gleðilegan lærdóm!

ER

21 February 2013

Þroskaðir bragðlaukar

Hæ. 

Eru bragðlaukarnir ykkar orðnir fullþroskaðir?

Hvers lags eiginlega spurning er þetta, hugsiði með ykkur. Málið er að mér var einu sinni sagt að bragðlaukar ná fullþroska þegar þér er farið að finnast rauðvín gott og ólívur góðar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Markmið mitt í lífinu var að sjálfsögðu að einbeita mér að bragðlaukunum svo þeir myndu þroskast í takt við mig (eeh) og svei mér þá, Mission Accomplished!

Smakkaði ólívur úti í Edinborg á La Tasca (uppáhalds Tapas staðnum mínum) og svo hentum við í rosalegt combó á gamlárs, grænar ólívur og bjór. Hold your horses! Stelpan sem drekkur ekki bjór og borðar ekki ólívur. ÚTLÖND HVAÐ GERIÐI MÉR!

Sem sagt, endilega prófiði grænar ólívur og bjór. Það er hið mesta lostæti!


ER

20 February 2013

18 February 2013

Sveitasæla


Kíkti upp í bústað um helgina...


...ég kemst að því á ári hverju hversu fallegt Íslandið okkar er. Þessi náttúra er svo ótrúlega óvenjuleg og öðruvísi. Ég er ekki frá því að ég hafi yngst um nokkur ár og fundið sveitabarnið innra með mér!

Yndisleg helgi x

ER

14 February 2013

Heilagir Valentínusar sameinist!


Njótiði nú dagsins elskur með ykkar significant one. Þrátt fyrir að Valentínusardagurinn sé kominn frá Ameríku þá finnst mér ekkert að því að halda upp á hann hér, það gerir okkur ekkert að Könum, þó margir trúi því. Því fleiri "lovebirds" dagar, því betra!

Elskiði friðinn og strjúkiði kviðinn (og hvort annað).

ER