26 March 2013

Outfit of the day

Hvað geri ég þegar ég kíki „heim“ í Keflavík?

Nú að sjálfsögðu þríf ég bílinn minn, en ekki hvað! Það er ekkert grín að keyra Reykjanesbrautina daglega, ég og tjaran erum orðnar hinir mestu mátar.

En það er nú ágætt að ég hafi skilið e-r föt eftir „heima“. Jogginggalli er töff, ekki reyna að ljúga öðru að mér.


Tíska segiði?

ER

22 March 2013

Súkkulöðum þetta upp!

Þetta gladdi mig mikið í vinnunni í dag!


Páskarnir á næsta leyti og tilheyrandi súkkulaði FEAST!

Hver elskar það ekki?

ER

19 March 2013

The oldest I've ever been...

Góhóðan dag elsku vinir og lesendur!

Ég datt bara aðeins út, út úr netheimum, út úr bloggrúntinum, út úr sambandi við alheiminn...já það er svona, þegar athyglin fer að beinast að öðru. Ég kvarta reyndar alls ekki, en það var og er ekki fallegt af mér að gleyma ykkur, viðurkenni það.

Í fyrsta lagi er ég komin í nýja vinnu. Fór frá Icelandair og yfir í markaðs- og sölumál í Bláa Lóninu (sem hefur verið einstaklega skemmtilegt sérstaklega síðustu daga!). Ég á eftir að sakna þess helling að fljúga ekki í sumar en það kemur sumar á eftir þessu. Ég er allavega virkilega spennt fyrir því sem ég er komin í og alveg klárlega á réttri hillu. Einu skrefi nær framtíðarmarkmiði meira að segja!

Það hefur nú fleira drifið á mína daga síðan ég yfirgaf ykkur...enn eitt árið bættist við í kladdann! Já, viti menn, 26 ára dama. Það er ég!

Aldrei hef ég verið viðkvæm fyrir aldrinum, ég fatta ekki hvað þetta er í fólki. Það flissa alltaf allir og komast hjá því að segja til aldurs. Er það eitthvað feimnismál? Tíhíss ég er tííhííí tuttugu og eehehe giskaðu tssss...

Aldur er bara tala-simple!

Eins og flestum finnst mér aldrei leiðinlegt að fá gjafir. Í ár var fólkinu mínu mikið í mun að ég færi að baka og voru gjafirnar eftir því. Hamingjan náði hæstum hæðum yfir fallegu kökudiskunum sem ég fékk, þar sem ég hafði verið dugleg að fá kökudiska lánaða, nú eða bara skellt kökunum í eldföst mót (skál!). 

Búið að dreyma lengi um þessa elsku...

Svo er þessi ekkert nema konfekt fyrir augað.

Það var allavega vel hugsað um mig á afmælisdaginn, skemmtileg surprise og fleira.

Ég ætla svo að bjóða í afmæliskaffi á sunnudaginn og er að sanka að mér hugmyndum af góðu góðgæti. Ef þið getið tjáð ykkur um það, þá eru allar hugmyndir vel þegnar.

Nú held ég hafi bloggað fyrir síðustu vikur!

Takk aftur fyrir að lesa!

Ykkar, 
Edda Rós


03 March 2013

Sunnudagsvæmni

Ég er...

One Lucky Lady

Og er ekkert smá þakklát fyrir allt fólkið mitt sem ég hef í kringum mig. Gæti ekki beðið um það betra.

xx


26 February 2013

Growing up too fast...

Þessi litla skotta átti afmæli í síðustu viku. Djísus hvað tíminn líður alltof hratt. Mér finnst nú ekkert hafa verið svo langt síðan ég hélt á henni pínulítilli og var að velta því fyrir mér hvort ég vildi nú eiga þessa litlu systur eða ekki. En sem betur fer valdi ég rétt!


Þetta afmæliskort er ein mesta snilld sem ég hef séð. Hún er sem sagt að læra lífefnafræði og auðvitað fékk hún viðeigandi kort frá skólastelpunum, lúði hvað!


Við systur eigum okkar góðu stundir...


ER

25 February 2013

Come to Mama!

Ókei ég er meira en ástfangin...af kjól.

Eðlilegt?


Þetta er einn fallegasti kjóll sem ég hef séð. Ég er bara orðlaus!

ER

24 February 2013

Bugun

Þetta er það sem ég er að gera akkúrat núna. 

Let me rephrase...Þetta er það sem ég ætti að vera gera akkúrat núna.


Miðannarpróf í skólanum í vikunni og þar sem öll þessi athygli sem átti að fara í lærdóm jafnt og þétt síðustu mánuði lét ekki sjá sig, þá er best að taka helgina bara í þetta. Málið er bara að núna er ég búin að taka til í myndunum mínum, finna nýja tónlist, blogga (allt fyrir ykkur) og skoða árshátíðargreiðslur.

Ég læri í hálftíma og tek mér pásu í klukkutíma. Ætti þetta ekki að vera akkúrat öfugt?

Framboð, eftirspurn, verðteygni, tengisala, jaðarkostnaður og fleiri upplífgandi hugtök á sunnudegi.

Gleðilegan lærdóm!

ER

21 February 2013

Þroskaðir bragðlaukar

Hæ. 

Eru bragðlaukarnir ykkar orðnir fullþroskaðir?

Hvers lags eiginlega spurning er þetta, hugsiði með ykkur. Málið er að mér var einu sinni sagt að bragðlaukar ná fullþroska þegar þér er farið að finnast rauðvín gott og ólívur góðar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Markmið mitt í lífinu var að sjálfsögðu að einbeita mér að bragðlaukunum svo þeir myndu þroskast í takt við mig (eeh) og svei mér þá, Mission Accomplished!

Smakkaði ólívur úti í Edinborg á La Tasca (uppáhalds Tapas staðnum mínum) og svo hentum við í rosalegt combó á gamlárs, grænar ólívur og bjór. Hold your horses! Stelpan sem drekkur ekki bjór og borðar ekki ólívur. ÚTLÖND HVAÐ GERIÐI MÉR!

Sem sagt, endilega prófiði grænar ólívur og bjór. Það er hið mesta lostæti!


ER