12 May 2013

Mom I ♥ you

Gleðilegan mæðradag elsku mæður.


,,Hún er íslenska konan sem ól mig og helgar sitt líf..."

Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að þetta skuli vera mamma mín. Hún er ekki bara mamma heldur einnig besta vinkona mín og er alltaf til staðar (þó hún ætti í raun að vera upptekin). Ef allir ættu mömmu eins og mína, þá væri heimurinn svo sannarlega betri.

Til hamingju með mömmur ykkar og ykkur sem eruð mömmur.

Njótiði þess vel og geriði það sem þið getið til að barnið ykkar upplifi slíka ást sem þið hafið fengið frá ykkar mæðrum. Þið uppskerið eins og þið sáið.

Ég veit ekki hvar ég væri án þín elsku mamma mín.

Elska þig 

ERST

09 May 2013

Pin Te Rest

Halló umheimur, halló netheimar, halló nýjungar!

Ég er týpan í það að eiga account-a alls staðar. Þegar eitthvað nýtt kemur fram í sviðsljósið, þá er ég með þeim fyrstu sem útbý notendanafn og lykilorð, mismunandi lykilorð á mismunandi stöðum sem orsakar mikla gleymsku og rugling. Facebook, Twitter, Instagram, Pinterest, Foursquare, Snapchat...og ég veit ekki hvað og hvað!

Pinterest er síða sem ég uppgötvaði fyrir löngu síðan...eða þið vitið, bjó til account og henti inn nokkrum pins og síðan ekki söguna meir. Fékk email um hina og þessa followers og repins og e-ð sem ég skildi svo ekkert í.

Þá hætti ég bara...gleymdi lykilorðinu og e-ð vesen.

Svo var mér boðið að fylgjast með skemmtilegu secret board-i sem vakti eiginlega áhuga minn aftur. Ég kann samt bara að skoða boards og pinna á mín boards. Þarf maður ekki að byrja einhvers staðar?

Dagurinn í dag fór svolítið í það að drita inn myndum inn á secret boardin mín. Og mæli ég hiklaust með að þið notið pinterest líka fyrir ykkur prívat og persónulega.

Ég bjó til board sem samanstendur af:

-Því sem mig langar í búið
-Þeim stöðum sem mig langar til að heimsækja í framtíðinni
-Því sem mig langar í innan árs

Draumar og fleiri draumar.

En sagði einhver að maður mætti ekki láta sig dreyma?

ER

07 May 2013

Aftur á ný, enn og aftur...

Ég held að bloggletin mín hafi náð hámarki síðustu vikur. En ótrúlegt en satt, þá kem ég alltaf aftur. Ég held að þessi langa pása hafi nánast sprengt á mér hausinn. Hann er allavega kominn í overdrive. Hugurinn er út um allt og ég veit eiginlega ekkert hvernig ég eigi að tækla allt þetta sem ég er að hugsa um eða allt það sem ég finn fyrir. En það er svo sem efni í aðra færslu.

Mig langar svo oft að blogga algjörlega á mínum forsendum. Þá meina ég um hluti sem eru mér næstir, mínar skoðanir og tilfinningar. En svo hugsa ég að þá gæti ég nú alveg eins bara haldið dagbók. Af hverju ekki. Þess í stað reyni ég að stokka þetta dálítið upp, skrifa um hluti sem ég hef sterkan grun um að þið hafið gaman af og svo hluti sem ég hef gaman af. Endrum og eins fer þetta saman og það er mikið gleðiefni.

Ég er eiginlega í þannig ástandi núna og hef verið síðustu daga og vikur að ég gæti farið eitthvert út í sveit og það eina sem ég tæki með mér væri ritvél og hlýir sokkar. Skreppa frá umheiminum í einhvern tíma og bara skrifa, fara í gönguferðir, skrifa, horfa upp í tungsljósið og skrifa meira. En svo átta ég mig á því að ég er auðvitað í 100% vinnu, lifi virkilega góðu lífi sem ég vil eiginlega ekkert flýja og get svo sem alveg sest niður inni í stofu og skrifað...opnað útidyrahurðina, skellt mér í skó og farið í göngu, farið aftur inn til að skrifa og endað kvöldið svo á því að horfa upp í tungsljósið. Þetta er líka hægt í borginni.

Sveitin heillar samt...

Já, þetta var nákvæmlega það sem brann á huga mínum. Ágætt að koma til baka með djúpum og þungum skrifum. Svo léttir nú eitthvað til, nema ég haldi bara áfram að skrifa?

Það veit enginn.

Nema ég.

ER

26 March 2013

Outfit of the day

Hvað geri ég þegar ég kíki „heim“ í Keflavík?

Nú að sjálfsögðu þríf ég bílinn minn, en ekki hvað! Það er ekkert grín að keyra Reykjanesbrautina daglega, ég og tjaran erum orðnar hinir mestu mátar.

En það er nú ágætt að ég hafi skilið e-r föt eftir „heima“. Jogginggalli er töff, ekki reyna að ljúga öðru að mér.


Tíska segiði?

ER

22 March 2013

Súkkulöðum þetta upp!

Þetta gladdi mig mikið í vinnunni í dag!


Páskarnir á næsta leyti og tilheyrandi súkkulaði FEAST!

Hver elskar það ekki?

ER

19 March 2013

The oldest I've ever been...

Góhóðan dag elsku vinir og lesendur!

Ég datt bara aðeins út, út úr netheimum, út úr bloggrúntinum, út úr sambandi við alheiminn...já það er svona, þegar athyglin fer að beinast að öðru. Ég kvarta reyndar alls ekki, en það var og er ekki fallegt af mér að gleyma ykkur, viðurkenni það.

Í fyrsta lagi er ég komin í nýja vinnu. Fór frá Icelandair og yfir í markaðs- og sölumál í Bláa Lóninu (sem hefur verið einstaklega skemmtilegt sérstaklega síðustu daga!). Ég á eftir að sakna þess helling að fljúga ekki í sumar en það kemur sumar á eftir þessu. Ég er allavega virkilega spennt fyrir því sem ég er komin í og alveg klárlega á réttri hillu. Einu skrefi nær framtíðarmarkmiði meira að segja!

Það hefur nú fleira drifið á mína daga síðan ég yfirgaf ykkur...enn eitt árið bættist við í kladdann! Já, viti menn, 26 ára dama. Það er ég!

Aldrei hef ég verið viðkvæm fyrir aldrinum, ég fatta ekki hvað þetta er í fólki. Það flissa alltaf allir og komast hjá því að segja til aldurs. Er það eitthvað feimnismál? Tíhíss ég er tííhííí tuttugu og eehehe giskaðu tssss...

Aldur er bara tala-simple!

Eins og flestum finnst mér aldrei leiðinlegt að fá gjafir. Í ár var fólkinu mínu mikið í mun að ég færi að baka og voru gjafirnar eftir því. Hamingjan náði hæstum hæðum yfir fallegu kökudiskunum sem ég fékk, þar sem ég hafði verið dugleg að fá kökudiska lánaða, nú eða bara skellt kökunum í eldföst mót (skál!). 

Búið að dreyma lengi um þessa elsku...

Svo er þessi ekkert nema konfekt fyrir augað.

Það var allavega vel hugsað um mig á afmælisdaginn, skemmtileg surprise og fleira.

Ég ætla svo að bjóða í afmæliskaffi á sunnudaginn og er að sanka að mér hugmyndum af góðu góðgæti. Ef þið getið tjáð ykkur um það, þá eru allar hugmyndir vel þegnar.

Nú held ég hafi bloggað fyrir síðustu vikur!

Takk aftur fyrir að lesa!

Ykkar, 
Edda Rós


03 March 2013

Sunnudagsvæmni

Ég er...

One Lucky Lady

Og er ekkert smá þakklát fyrir allt fólkið mitt sem ég hef í kringum mig. Gæti ekki beðið um það betra.

xx


26 February 2013

Growing up too fast...

Þessi litla skotta átti afmæli í síðustu viku. Djísus hvað tíminn líður alltof hratt. Mér finnst nú ekkert hafa verið svo langt síðan ég hélt á henni pínulítilli og var að velta því fyrir mér hvort ég vildi nú eiga þessa litlu systur eða ekki. En sem betur fer valdi ég rétt!


Þetta afmæliskort er ein mesta snilld sem ég hef séð. Hún er sem sagt að læra lífefnafræði og auðvitað fékk hún viðeigandi kort frá skólastelpunum, lúði hvað!


Við systur eigum okkar góðu stundir...


ER