07 December 2011

...


Það er svo margt þessa dagana sem veitir mér innblástur. Ég get sjaldan sofnað á kvöldin fyrir endalausum hugsunum, heilinn minn mun springa einn daginn af overload-i. Ef ég myndi nú nenna að drullast til að skrifa þessar hugsanir á blað (eða pikka þær inn í tölvuna jafnvel) væri ég sennilega komin með nokkrar bækur í vinnslu. Mig vantar eiginlega bara lítið tæki sem skynjar hugsanir mínar og sér svo um að vippa þeim yfir í tölvuna. Sé fyrir mér krúttlegt tæki sem ég gæti plöggað heyrnartólum í. Heyrnartólin myndu nema e-r bylgjur frá heilanum, senda það í tækið og svo þegar ég vaknaði myndi ég tengja það við tölvuna með USB og sjá allt það gáfulega sem ég var að hugsa svart á hvítu í word skjali. Brilliant uppfinning ekki satt?

„Fyrir-svefninn“ hugsanir mínar eru þó sjaldan einhver meistaraverk en aldrei að vita nema ég fái einn daginn hugmynd sem breytir heiminum. Hver veit!


ER (nei, ekki læknavaktin)

2 comments:

Hafdís said...

Ég myndi kaupa þetta litla tæki þar sem ég er mjög oft í þessum pakka!
Kv
Hafdis

EddaRósSkúla said...

Haha já er það ekki? Spurning að fara í málið bara :)