06 December 2011

Snjókorn falla, á allt og alla

Er ekki komið nóg af snjó? Jörðin öll hvít og Reykjanesbrautinni svipar til snjóskafls. Þetta er komið fínt að mínu leyti, mætti alveg rigna næstu daga og hlýna smá. Svo má snjórinn kíkja aftur rétt fyrir jól. Takk kæri Jóli fyrir þetta, ég veit þú reddar þessu.

En það getur samt sem áður verið kósý að fara í smá snjógöngu og skoða jólaskreytingar, segi það ekki!


Grillugleði...

Annars er það helst í fréttum að ég er búin í prófum...ALVEG. Síðasta prófinu mínu í HR var að ljúka og það er mikil gleðin sem fylgir því (þrátt fyrir að prófið sjálft hafi ekkert verið nein gleði út af fyrir sig). 

Farin að gera eitthvað allt annað en læra!

Edda Rós GleðiGrilla

2 comments:

Valgerður said...

húúú sjá okkur snjódúllurnar :) verðum næst að búa til okkar eigin snjókall, smá svindl að pósta bara einhverjum ókunnugum!!

eddarosskula said...

Haha já held það!