05 December 2011

Mig kitlar í útlönd...Á ég? Á ég ekki? That is the question!

Búin að sitja við lærdóminn með vegabréfið fyrir framan mig og heimasíðu IE opna. Svakalegt tilboð sem þeir eru að bjóða til Köben, London og Berlínar. Mér er alveg sama hvert ég myndi fara, bara eitthvert í smá jólaútlönd, sjá hvernig aðrir skreyta og upplifa smá ys og þys. Tala nú ekki um heitt útlenskt kakó...  


Ætti samt að vera skynsöm og bíða með þetta, þar sem ég er á leiðinni til Edinborgar eftir áramót í heimsókn til Ragnars og Esterar og þarf að leggja lokahönd á eina BSc ritgerð...

....en mig langar svoooooo.

Kv. Palli

2 comments:

Ester said...

Palli. Suck it up og bíddu þar til eftir áramót. Ég lofa fjöri í Edinborg. E.

eddarosskula said...

Já ég hef fulla trú á því!