06 January 2012

Annual Report - 2011

Árið mitt í nokkrum orðum (en ekki myndum):

 • Hélt áfram í skólanum og dansinum.
 • Gerði helling sniðugt með stelpunum, bústaðaferð, veitingastaðaheimsóknir, útlandaferðir, kaffihúsahittingar, danstryllingar o.fl.
 • Lenti í fyrstu aftanákeyrslunni (ég var blásaklaus í þetta sinn)...og það á afmælisdaginn. Score!
 • Datt í lukkupottinn þegar ég fékk vinnu sem flugfreyja hjá Icelandair, skemmtilegasta sumarstarfið.
 • Ferðaðist til nokkurra nýrra borga: Vínar, Washington DC, Barcelona og Edinborgar. Flaug líka til staða sem ég hef aldrei áður komið til...en klukkutími á hverjum stað telur ekki!
 • Skrifaði minn fyrsta blaðapistil.
 • Keypti mér minn fyrsta bíl...sem er btw fullkominn!
 • Smakkaði rauðvín í fyrsta sinn...á ævinni.
 • Fór á fimleikaæfingar, körfuboltaæfingar og grunnnámskeið í CrossFit. Allt betra en að hanga í líkamsræktarstöðvum...
 • Kynntist helling af nýrri tónlist.
 • Fór í flugtíma.
 • Tók upp eftirnafn afa og mömmu, Thorarensen.
 • Fór á mína allra fyrstu Þjóðhátíð - halelúja!
 • Styrkti vináttusamband við fullt af gömlum vinkonum sem mér þykir ótrúlega vænt um.
 • Kynntist aragrúa af nýju fólki, bæði í sumarvinnunni og utan vinnu. Flest allt fólk sem mig langar að hafa sem part af mínu lífi áfram.
 • Elskaði, hataði, hló, grenjaði, reiddist og grínaðist. Djók ég hata ekki (!).

Það er hellingur í viðbót sem ég man ekkert eftir (enda með lélegasta minni norðan miðbaugs). En þetta var stiklað á stóru. Ótrúlega gott ár í alla staði held ég bara og ég vona að 2012 nái að toppa það!

ERST

6 comments:

Anonymous said...

Yndislegur listi..!

Langar uppí bústað sem fyrst og hitta Grím...en ekkert kósý stöff takk fyrir ! haha

-Ellen Agata

EddaRósSkúla said...

Já ég er heldur betur farin að sakna Gríms en nei við lofum engu kósý drasli eins og jogginbuxum haha þú ert svo fyndin!

Valgerður said...

ég er stolt af þér elskan!
(fyrir að hafa munað svona mikið...)
:)

Anonymous said...

Skemmtilegt!

xxx

Karen Lind

Anonymous said...

Víjj þetta var gaman að lesa og gaman að hafa verið smá partur af sumu :) Vona líka að við förum í aðra bústaðarferð soon!

Lilja

EddaRósSkúla said...

Já algjörlega, við þurfum bara að hittast og plana :)