05 January 2012

Welcome to Iceland, the home of Icelandair...

Ég er komin heim - eftir að hafa rignt niður og fokið upp!

Að eyða áramótunum með Ragnari (bró) og Ester (mágkonu) var hreint út sagt snilld. Fórum í Street Party á gamlárskvöld þar sem voru fullt af tónleikum. Aðal böndin voru Bombay Bicycle Club og Primal Scream en svo sáum við líka restina af Friendly Fires showinu. Við gerðum margt fleira en hlusta á góða tónlist í Edinborg þó svo það hafi verið einna helst áberandi þessa dvöl mína. Fórum t.d. á kaffihús, bari, búðir, dýflissu og veitingastaði svo fátt eitt sé nefnt. Myndir segja oft meira en 1000 orð og ég leyfi nokkrum að fylgja með, set fleiri á facebook.

Takk æðislega fyrir mig elsku Ragnar og Ester, þið fáið fyrstu verðlaun fyrir gestrisni og ég er strax farin að sakna ykkar og spila lagið sem mun alltaf minna mig á þessa ferð:


Edinborgarferðin í myndum:


Flugvallatjill-best


Fallega borg



Áramótamaturinn-Sveppa girasolle


Hressar á tónleikunum


Happy New Year!


Fórum í fiskafótabað-spes...vægast sagt.


Systkinin


Ester Skoti


Súkkulaðifudge...mmm

Edinborg er ótrúlega falleg borg og ég hvet ykkur öll að fara þangað. Munið bara eftir regnhlífinni - hún er nauðsynleg!

Edda Rós

No comments: