09 January 2012

Vaki á næturnar-Sef á daginn

Ég er það sem fræðimenn kalla B-manneskja. Það er mér ótrúlega erfitt að vakna klukkan 07:00 á morgnana, koma mér fram úr og haga mér eðlilega. Líkaminn er á OFF til ca 10:00. Mér finnst yndislegt að fara seint að sofa og vera vakandi þegar allir aðrir eru sofandi. Góð bíómynd eða tónlist og kertaljós. Ég nýt þess að vera í þögninni og einmitt á þessum tíma fer heilinn af stað (hann mætti nú alveg venja sig á að gera það yfir daginn...allavega svona í miðri viku).

Núna þegar ég er búin í skólanum (síðasta önnin mín var fullkomin, þurfti ekki að vakna við vekjaraklukku og gat einmitt vakið næstum eins lengi og mig lysti) er ég byrjuð að vinna. Þá er sko ekkert elsku mamma, heldur mun ég gjöra svo vel og stilla vekjaraklukkuna á 07:00 og VAKNA þá (ekki bara opna augun og vera á sjálfstýringu). Ég er reyndar ánægð með að vera byrja í einhverri rútínu og koma á sama tíma jafnvægi á hlutina, líkama og sál (ókei Edda Rós).

En ég kann ekkert að vakna svona snemma, hvað þá að fara sofa á „eðlilegum“ tíma, þannig þetta mun þurfa að venjast eins og allt annað.

Góða nótt x 

6 comments:

Anonymous said...

Ég á við sama vandamál að stríða! I feel your pain,, hrikalega erfitt! ..hver ákvað líka að dagurinn ætti að byrja svona snemma - sá er nú meiri bjáninn!
-Björk

Valgerður said...

sammála!
svo ótrúlega notalegt að dunda sér á kvöldin, lesa bók, horfa á mynd.. og líka notalegt að dunda sér á morngnanna, fá sér morgunmat, lesa blaðið.
Það er akkurat ekkert notalegt þessa dagana að vera á Íslandi og mega ekki vera B-manneskja!

Af hverju í alvörunni líka er ekki klukkan færð fram um svona 2 tíma. Kommon, stjórnvöld á Íslandi, þetta er gert útúm allan heim! En ekki hér á Norðurslóðum þar sem við virkilega þurfum á því að halda..

EddaRósSkúla said...

Já sammála ykkur stelpur, ég skil bara ekki afhverju einmitt það sé ekki búið að breyta tímanum hjá okkur. Alltaf þurfum við að vera öðruvísi, það er bara málið held ég.

Anonymous said...

Got it from your brother...

Anonymous said...

Haha ég er svo innilega sammála þessum pælingum Edda! Búin að vera núna næstum 2 mánuði að vinna 8-4 vinnu alla virka daga sem er svo óóótúúúlega erfitt þegar maður er orðinn vanur vaktavinnu og að þurfa bara að vakna max 2 morgna í viku kl 8!

Ég held þú værir góð á vöktum! Svona passlega mikil rútína og passlegt frelsi :)

Lilja

EddaRósSkúla said...

Haha já Lilja, vaktavinna hentar mér svo sannarlega vel ;)