10 February 2012

I have a feeling it's not over yet...


Ókei, ég lofaði að segja ykkur hvaða tækifæri þetta var um daginn sem ég ákvað að hoppa á, no questions asked. Hrönn vinkona spurði mig hvort ég væri ekki til í að koma með sér og fleiri Íslendingum (sem eru að læra í Alabama) í siglingu yfir Spring Break. Þetta var kannski ekki alveg jafn lítið mál og að svara hvort ég væri til í bíó, en 2 dögum seinna vorum við búnar að panta! 

Mikið afskaplega er gaman að ákveða eitthvað svona spontant og slá til í ævintýraferð.

Ég er búin að fá þónokkrar fyrirspurnir um þessa ferð þannig ég ætla bara að segja ykkur þetta hér og nú:

Förum til New York 10. mars. Þaðan fljúgum við til Miami og förum í siglinguna 12. mars (á 25 ára afmælisdaginn minn - snilld!). Siglum sem sagt frá Miami á mánudegi og stoppum í Key West (Florida) á þriðjudeginum, í ca hálfan dag. Þar næst er siglt til Cozumel (Mexico) og stoppað aftur í ca hálfan dag (fram á kvöld samt sem áður). Fimmtudagurinn er skilgreindur sem "Fun day at sea" og ég hef engar áhyggjur að mér muni leiðast þann dag. Á föstudeginum komum við aftur til Miami um morguninn. Fljúgum þaðan aftur til New York og lendum á Íslandi 20. mars um morguninn. 

Ég trúi varla að ég sé á leiðinni í þessa ferð, fá að kafa með skjaldbökum, klappa höfrungum, sóla mig undir pálmatré og hlaupa í hvítum sandi (svo fátt eitt sé nefnt).

Það er allt innifalið í siglingunni nema drykkir. Skipið sjálft? Lítil draumahöll sem siglir. Þar er spa, spilavíti, verslanir, rennibrautir (já takk), barir, klúbbar, körfuboltavöllur, líkamsræktarstöð o.fl.
Gleðileg jól!

Afmælisveisla úti á miðju hafi, það er eitthvað nýtt!



Skipið sem við förum með - Carnival Imagination


Rennibrautirnar sem verða sennilega bestu vinir mínir.


Barinn er ekkert rosalega óheillandi...


Key West í Flórída


Cozumel í Mexíkó og snorkl.


Þetta krútt ætlar að heilsa upp á mig, get ekki beðið!


Nú svo auðvitað þarf maður að vera rétt dressaður í svona ævintýri. Victoria's Secret sá um það.

Þar hafið þið það, ævintýrið mitt í orðum...

...spennan fer að taka yfirhöndina.

Edda Rós ævintýrabarn

9 comments:

Anonymous said...

Ohh þetta verð klárlega yndisleg ferð !! Væri til að vera á leiðinni með ykkur :)

- ellen agata

Anonymous said...

Ég drepst úr öfund!!! :)

-Ingveldur

ester said...

Jájá.. það má alveg fá sér kokteil þarna.

Sólveig Óskars. said...

Ekki leiðinlegt! :)

Karen Lind said...

Þetta er öfundsvert í alla staði. Algjör draumaferð í alla staði! Ég hef farið á cruise og það má segja að þetta sé alveg "sér á báti". Djók, en samt... þetta er one of a kind!

Enjoy WilliPoff.

EddaRósSkúla said...

Já þetta verður draumur í dollu. Tek fullt af myndum!

Valgerður said...

æj viltu hætta að kvelja okkur, eins gott að ég er ekki með þig á Instagram..ég myndi deyja í mars!

þetta lítur alltof vel út..

Anonymous said...

Hvað kostar svona ferð? :)

EddaRósSkúla said...

Siglingin kostar $350 með öllu inniföldu nema drykkjum :)