11 February 2012

Wanting, waiting, wishing...

Uppáhalds veitingastaðurinn minn hérlendis er Tapasbarinn. Við stelpurnar ætluðum að prófa Tapashúsið í gær en vorum of seinar að panta borð. Tapasbarinn klikkar hins vegar aldrei og ég komst til Spánar í nokkrar klst. í gærkvöldi. 


Mmm best!


Tinna, ég og Nensý


Heiða, Ellen og Valgerður - allar á réttri „hlið“ haha!


Eftir matinn duttum við svo í heimatilbúið Alias sem er algjör snilld. Hver og einn skrifar á litla miða e-r orð eða setningar sem tengjast spilameðlimum á einhvern hátt (margir miðarnir okkar voru ekki við hæfi almennings svo þessi fékk að fylgja, enda temmilega settleg). Svo er eins og venjulega, skipt í lið og hvort lið um sig giskar - þið þekkið þetta.

Varúð! Orsakar mikinn hlátur með tilheyrandi öndunarerfiðleikum.

Fullkomið hlaupaveður í dag, sjáumst!

ER

4 comments:

Sólveig said...

Langar svo að prufa, bara búin að heyra gott um þennan stað!

Kv. Tapas Virgin

Tinna said...

Ohh það var svo gaman.. Takk fyrir kvöldið :)

Thelma Hrund said...

Tapashúsið kemst ekki með tærnar nálægt tapasbarnum. Ef þú vilt spænskan mat ferðu á tapasbarinn. Tapashúsið er með fínan mat, en ekkert spænskt við hann!

Kv. Thelma

EddaRósSkúla said...

Sólveig þú verður að prófa, once you go tapas you never go back!

Takk Thelma fyrir þetta, elska einmitt hvað Tapasbarinn kemur manni nálægt Spáni en þá get ég hætt að hugsa um Tapashúsið í bili :)