12 February 2012

I will always love you


Sorgarfréttir. Hún var ein af mínum uppáhalds. Ég hef sungið og spilað lögin hennar á fiðluna síðan ég var 6/7 ára. Uppáhalds lagið mitt með henni var I will always love you. Það var lagið mitt og afa og við sungum það saman í hvert sinn sem við hittumst, eða að ég spilaði það og hann söng með. Hann kvaddi þennan heim líka langt um aldur fram, eins og Whitney.


Það er ótrúlegt hvað lífið getur breyst á stuttum tíma. Njótum því hvers dags eins og við best getum.

Hvíl í friði Whitney Houston. Rödd þín mun lifa að eilífu.

Edda Rós

x

5 comments:

Momsa said...

Enn eitt dæmið þar sem fíknin (líklega) hrifsar til sín fólk á besta aldri. Flestir vilja verða frægir en gleyma að taka álagið sem frægðinni fylgir inn í myndina sem leiðir of oft til þess að fólk leitar í alls konar efni til að deyfa sig eða gleyma sér....

Ein allra allra besta söngkona sem hefur verið uppi á okkar tímum er farin allt of fljótt.
Tek undir með þér elskan, njótum hvers dags eins og hann væri okkar síðasti.

Tími okkar hér á jörð er of stuttur þannig að gerum það besta úr honum :)

Anonymous said...

Afhverju segirðu ekki "eins árs" í staðinn fyrir að segja að þú hafir verið sex/sjöttu ára (eða 0,86 ára)?

Alltof nákvæmt.

Anonymous said...

Hahahah hver er ljóska?

En hún var með svo sjúka rödd! :)
P.S. Skoða alltaf, rosa skemmtilegt hjá þér :))

Kv.Íris E

Sólveig said...

lol

EddaRósSkúla said...

Hahaha!!

Takk fyrir kommentin yndi...