06 February 2012

I was blinded from the truth

Týpískur mánudagur. Hundleiðinlegt veður en fullkomið til að kúra undir sæng og horfa á góða bíómynd. En það er ekki í boði í dag. Er á leiðinni á smá fund til að ræða verkefni sem ég hef ákveðið að taka að mér. Ég er mjög spennt og hlakka til að takast á við eitthvað nýtt. Einhvers staðar þarf maður að byrja og þetta er mín leið út úr þægindahringnum. Superb!


Ef bara það væri hægt að eyða ákveðnum dögum...

Ég hef mikið verið að hugsa undanfarið (aðeins meira en venjulega, en bara örlítið). Það sem ég hef meðal annars veitt athygli er það sem ég get ekki breytt og að ég þurfi stundum að sætta mig við hluti sem urðu eða urðu ekki, sama hvort mér líkar betur eða verr. Svo er annað, að það er alltaf gott að halda í einhverja von. Von um að þetta og hitt geti einhvern tímann orðið að veruleika. 

Stundum heldur maður samt of lengi í vonina og bíður eftir merki um að þurfa að gefa hana upp á bátinn. Ég fékk mitt merki uppí Flugstöð í morgun þegar ég sótti frænku mína frá útlöndum...
...moving on og ætla að einbeita mér að öðru. Það borgar sig ekki að dvelja of lengi í fortíðinni heldur þarf að rýma til fyrir framtíðina og lifa í núinu.

Lifa í núinu, einmitt það sem ég ætla leggja mig fram í að gera.


1 comment:

Karen Lind said...

Haha ég sé það!

Sá sem kann að lifa í núinu er meistari. Það spá flestir of mikið í framtíðinni eða fortíðinni, ég er sek þar!