07 February 2012

Just the thought of you...

Þegar ég fór til Barcelona í október sl. féll ég kylliflöt fyrir skóm (ég kem sífellt á óvart ég veit). Þeir voru ekki til í minni stærð og því þurfti að hafa dálítið fyrir því að fá skóparið í minni stærð. Ég hef áður farið um London þvera og endilanga fyrir eitt skópar og því var þetta lítið mál, nema að þessu sinni lét ég starfsfólkið sjá um það.

Ég nota vanalega skó nr. 39/40 og það telst mjög óvanalegt (fyrir kvenmenn) í Suður-Evrópu löndum eins og t.d. á Spáni og Ítalíu. Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið spurð "are you sure you need such big shoes" þegar ég bið um mitt númer (samt aðallega af karlmönnum) og upplifi mig sem eitthvað furðudýr. Furðudýr með stórar lappir...og í fallegum skóm eyeh?!


Ég hef lítið sem ekkert notað þá síðan þeir voru keyptir vegna ógeðslegs veðurs og ég tímdi ekki að skemma þá við fyrstu notkun. Nú er snjórinn hins vegar farinn og því upplagt að taka þessar elskur fram.


Well hello sunshine!


Ég dáist jafn mikið af þeim núna og ég gerði í október...það er heljarinnar aðdáun get ég sagt ykkur!

Edda Rós

x

3 comments:

Sólveig said...

Gjöðveikir!

EddaRósSkúla said...

Takk fyrir það, mér finnst það líka haha!

Bergþóra Sif said...

Aah what a beauty!