04 April 2012

"The best way to predict the future is to create it"


Ég ákvað í gær að fara á námsstefnuna sem Brian Tracy hélt í Háskólabíói. Hún var allan daginn, eða frá 09:30-17:00 í fullum sal. Það er ótrúlegt hvað orð eins manns getur gefið mikinn innblástur og haft mikil áhrif.


Ég er alveg viss um að það eru e-r þarna úti núna sem telja þetta algjöra þvælu og „hvað maðurinn sé eiginlega að gera með þessum heilaþvotti“. Eitt get ég sagt ykkur, og það er að ég er 90% viss um að hann sé meira successful en allar þessar efasemdaraddir. Hann hefur sjálfur stofnað fleiri en 100 fyrirtæki og er ráðgjafi margra toppstjórnenda í USA. Hann er allavega nokkuð viss um hvað það sé sem veldur þinni eigin velgengni.





Já það er ýmislegt í þessu. Ekkert nýtt undir sólinni, en samt hlutir sem er gott að minna sig á öðru hverju.
Með því að skilgreina markmiðin mín betur fékk ég allavega skýrari mynd yfir það sem ég ætla að gera í mínu lífi. Sumt kom mér skemmtilega á óvart...

Hlakka til að fara vinna í sumar, fljúga til USA og kaupa mér bækur eftir manninn.

Success, watch out...I'm coming to get ya!

Edda Rós

No comments: