02 May 2012

Forréttabarinn - Le critique

Já, þessu lofaði ég ekki satt? Gagnrýni um ferð okkar stelpnanna á Forréttabarinn.


Svona lítur staðurinn út að aftan. Myndin í færslunni að neðan sýnir hvernig hann lítur út að framan og ég verð nú að gefa þeim kredit fyrir að hugsa um afturendann líka, það gera ekki allir! (Finnst logo-ið þeirra líka flott, eða þið vitið, leturgerðin. Hi5!)


Vorum búnar að panta borð og það beið okkar þegar við mættum á slaginu 20 (á sumum stöðum er það ekki sjálfsagt, því miður). Matseðillinn var festur á korkspjald með teiknibólum. Hipster-a stig fyrir það! Hef heyrt að matseðillinn er ekki alltaf eins og því er tilvalið og auðvelt að skipta honum út á korkplattanum. Korkur er líka umhverfisvænt efni held ég og því fullkomið á síðasta degi græns apríls.


Ég sá í gegnum skemmtilegan húmor þarna á matseðlinum, en kannski er ég bara ein um það. Uxahalabollur er bara eitthvað sem ég varð að hlæja yfir. Pantaði þó ekki. 


Á staðnum er hægt að velja um 1/2 eða 1/1 forrétt sem getur verið mjög sniðugt ef þú vilt smakka sem flesta rétti. Matarsmekkurinn minn er enn í fullri þróun og því var ég ekkert að fara overboard í smakkinu. Fengum okkur allar 1/2 af aspas, eggi og parmaskinku. Skinkan var góð, eggið smakkaðist bara eins og egg en asparsinn? Það var eins og hann væri hrár!? Ég er mikill aðdáandi aspars en þarna olli hann mér vonbrigðum, shame on you! Það er víst erfitt að elda aspars rétt...en kannski átti hann bara að vera svona? Í mínum huga á hann að vera mjúkur en ekki stökkur sem sellerí.


Hér sjáiði tvo 1/1 rétti. Kjúklingur í tandoori og nauta carpaccio með capers og dijon sinnepi. Kjúklingurinn var lostæti (þó naan brauðið sem lítur út eins og gulrót á myndinni hafi bragðast eins og gamalt morgunblað). Nauta carpaccio-ið var mjög lúffengt og skemmtilegt að hafa capersinn og dijon sinnepið með.


E-s staðar las ég að ef þú ert að prófa nýjan veitingastað áttu fyrst að fara klósettferð. Hreinlæti salernisins segir nokkurn veginn til um hvernig hreinlæti staðarins sé. Við fórum á klósettið eftir matinn (og reyndar 2 hvítvínsglös) en við höfðum lítið út á það að setja. Þessi bleika svanaklukka hélt okkur uppteknum frá því að skoða rykhnoðrana í hornunum (ef einhverjir voru).


Ljósa fanatic-inn ég var mjög ánægð með svo einfalda lýsingu á klósettinu. Rússapera í einni stærð fyrir ofan. Til að gera rússaljósið ekki eins hefðbundið ákváðu þeir að hafa það við hliðina á speglinum. I see what you did there...


Síðast en ekki síst er klósettið á forréttabarnum ágætis staðsetning fyrir speglamyndatökur, bara svo þið vitið!

Sem sagt...þjónustan var fín, maturinn fínn en það var því miður ekkert sem stóð upp úr.
Áður en við fengum matinn pöntuðum við allar saman brauðkörfu og henni fylgdi ólívumauk og aioli. Aioli er eitt það besta sem ég fæ á Spáni en það var varla að finna hvítlauksbragð af þessu sem við fengum. Mínus í kladdann fyrir það. Vatnið var jú mjög gott! 

Skemmtilegt andrúmsloft en ég er ekkert spennt fyrir að fara aftur...allavega ekki á næstunni.


ER

2 comments:

Thelma Hrund said...

haha aspasinn á að vera eldaður svona (í þessu tilfelli) og hann er mesta æði í heimi!

Kv Thelma

EddaRósSkúla said...

Haha flott! Smakka þá bara e-ð annað í staðinn næst :)